fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Ævintýralegar ásakanir í nýjasta Hollywood-dramanu og stórleikarinn missti stjórn á sér – „Skilaðu vildarpunktunum mínum“

Fókus
Miðvikudaginn 1. nóvember 2023 16:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskarsverðlaunahafinn Robert De Niro stendur í ströngu þessa daganna. Fyrrum aðstoðarkona hans, Graham Chase Robinson, hefur stefnt honum fyrir dóm og krefst þess að hann greiði henni milljarð til að bæta fyrir tjón sem leikarinn hafi valdið henni með framkomu sinni í hennar garð. De Niro hefur stefnt Robinson í gagnsök þar sem hann sakar fyrrum aðstoðarkonu sína um þjófnað.

Robinson heldur því fram að De Niro hafi beitt hana kynjamisrétti. Hún hafi verið látin gegna stöðu „vinnueiginkonu“ sem hafi verið verulega íþyngjandi.  Henni hafi verið gert að klóra leikaranum á bak, að hneppa skyrtum hans og vekja hann úr svefni. Hún hafi þurft að þjóna honum dag sem dimma nátt og eftir að hún lauk störfum hafi hún ekki fengið meðmæli sem hafi bitnað á ferli hennar.

De Niro heldur því fram á móti að aðstoðarkonan fyrrverandi hafi freklega misnotað stöðu sína. Hún hafi dregið að sér fé til að fjármagna lúxuslífsstíl, svo sem dýr ferðalög erlendis, dýrar máltíðir á veitingastöðum og kaup á rándýrri hönnunarvöru. Hún hafi stolið hundruðum milljóna af honum, og vildarpunktunum hans líka. Robinson, sem kalli hann nú yfirmann frá helvíti, sé í raun starfsmaður frá helvíti, hrokafull, óvægin og niðrandi.

Þetta er rugl

De Niro gaf aðilaskýrslu í málinu í þinghaldi í gær en þar bar lögmaður Robinson undir hann ævintýralegar ásakanir. Svo sem að hann hafi reglulega talað við aðstoðarkonu sína í síma á meðan hann kastaði af sér þvagi.

„Þetta er rugl. Erum við hingað kominn út af þessu?,“ spurði leikarinn argur. Lögmaður Robinson spurði De Niro hvort hann kannaðist við að hafa kallað Robinson tík.

„Ég var ekki ofbeldisfullur, aldrei,“ svaraði leikarinn en bætti við að hann gæti hafa kallað hana krakkaskömm einu sinni eftir að hann missti af fund því hún gleymdi að vekja hann. „Ég varð reiður í þetta eina skipti“.

Hann hafi sömuleiðis aldrei látið Robinson klóra sér á bakinu þegar hann hafði kost á öðrum tólum til þess verks. Mögulega hafi hann beðið um það einu sinni eða tvisvar, en það hafi þó aldrei verið gert af vanvirðingu við Robinson. Honum hafi hreinlega klæjað á bakinu og ekki séð aðra leið færa. Robinson sakaði leikarann um að hafa sent sig með Uber bifreið að veitingastað sínum til að sækja þangað áfengi síðla kvölds. De Niro sagði að það gæti vel verið, en það væri fullkomlega réttlætanlegt. Hann hafi líka hringt í hana í tvígang eitt sinn til að fá hana til að kaupa rútumiða handa syni sínum, þó hann vissi að Robinson væri í jarðarför.

Skammastu þín!

Leikarinn gengst við því að hafa hringt í Robinson að nóttu til en þá hafði hann fallið niður stiga og brákað á sér bakið. Robinson hafi verið skráð sem tengiliður í sjúkraskrá hans og því fór sem fór. Robinson hafi ekki verið nein húshjálp og hafi fengið ríkulega greitt fyrir störf sín, eða rúmlega 42 milljónir á ári. Aðspurður um hvort hann hafi hótað henni þegar hún reyndi að segja upp störfum árið 2018 varð leikarinn móðgaður og fauk rækilega í hann þegar hann var spurður hvort hann væri ótryggur yfirmaður.

„Ótryggur? Ég veit ekki með það, enda skiptir það engu. Ég vildi draga hana til ábyrgðar því hún stal af mér og ég vill fá eigur mínar til baka. Allt þetta mál er kjaftæði, þetta er út í hött. Ég vil bara fá eigur mínar til baka. Það er það eina sem ég að fara fram á. Skilaðu mér því sem ég á, skilaðu vildarpunktunum mínum. Nóg er orðið nóg. Hún stal af mér og hefur ekki bætt mér það. Ég bað hana um að skila þessu en hún varð ekki við þeirri beiðni. Hún bað mig um meðmælabréf sem ég undir engum kringumstæðum gæti kvittað fyrir.“

Leikarinn telur ljóst að mál Robinson sé með öllu tilhæfulaust, en hann sneri sér að fyrrum aðstoðarkonu sinni í dómsal og baunaði yfir hana. „Skammastu þín, Chase Robinson,“ hreytti leikarinn út úr sér, dómara til lítillar gleði.

Lögmaður Robinson spurði þá hvort leikarinn væri að reyna að niðurlægja fyrrum aðstoðarkonu sínu og eyðileggja orðspor hennar. „Mér er drull um fjölmiðla. Ég vil bara að hún skili mér því sem hún á ekki og geri það sem rétt er. Ég vil ekkert rústa mannorði hennar. Ég stjórna ekki fjölmiðlum og auk þess er hún miklu færari í almannatengslum heldur en ég nokkurn tímann. Hún hefði frekar átt að skila vildarpunktunum. Þá væri málið úr sögunni.“

Robinson lauk störfum fyrir leikarann árið 2019 eftir 11 ára störf fyrir leikarann. Hún segir að hann hafi niðurlægt hana með því að láta hana sinna tilteknum heimilisstörfum bara því hún er konu. Til dæmis að gera við fatnað og sjá um þvottinn. Hann hafi snert hana án samþykkis, beitt hana andlegu ofbeldi og kynjamisrétti. De Niro segir þó að Robinson hafi sagt starfi sínu lausu eftir að grunur vaknaði um að hún væri að misnota stöðu sína, og heilindi hennar höfðu verið dregin í efa.

„Veistu, ég var feginn,“ sagði De Niro um uppsögnina.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Talaði Trump af sér?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalestin mun keyra sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið í 30. skiptið

Jólalestin mun keyra sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið í 30. skiptið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Harry Bretaprins rýfur þögnina um skilnaðarorðróminn

Harry Bretaprins rýfur þögnina um skilnaðarorðróminn