fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Ensk og sænsk sveit vann sveitakeppni Bridgehátíðar

Sjöfn Þórðardóttir
Mánudaginn 30. janúar 2023 16:28

Meðlimir í sveit Black eru Andrew Black, Andrew Mcintosh og Tom Paske, sem eru enskir og Svíarnir Símon Hult, Peter Berthau og Gunnar Hallberg.MYND/Bridgesamband Íslands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveit Black sem vann næsta öruggan sigur í sveitakeppni Bridge Festival sem lauk í Hörpu í gærkvöld. Um 700 spilarar tóku þátt í Bridgehátíð sem heppnaðist mjög vel að sögn Matthíasar Imsland, framkvæmdastjóra Bridgesambands Íslands og Reykjavik Bridge Festival. Margir af bestu spilurum heims voru á meðal keppenda sem voru á öllum aldri en 60 ára aldursmunur var á yngsta og elsta keppandanum.

Sveit Black endaði með 142,9 stig en meðalskor var 100 stig. Meðlimir í sveit Black eru Andrew Black, Andrew Mcintosh og Tom Paske, sem eru enskir og Svíarnir Símon Hult, Peter Berthau og Gunnar Hallberg.

Íslenska sveitin J.E.Skjanni var með góða forystu eftir fyrri daginn í keppninni en gekk afleitlega í dag og endaði í 10-11 sæti. Sveit Black var með 9 stiga forystu fyrir síðustu umferðina og vann þægilegan sigur 13,72-6,28 gegn sænsku sveitinni Fredin sem varð að sætta sig við áttunda sætið. Efsta íslenska sveitin var Grant Thornton en hún hafnaði í fimmta sæti með rúmlega 127 stig.

Norskt par vann tvímenningskeppnina

Norska parið Tor Eivind Grude og Christian Bakke vann sigur í tvímenningskeppni Bridgehátíðar á föstudagskvöldinu. Þetta var kærkominn sigur hjá þeim norsku því þeir leiddu mótið í fyrsta sinn á lokakaflanum og tryggðu sér sigur með 57,6% skor. Íslenska parið, Gunnlaugur Karlsson og Kjartan Ingvarsson höfnuðu í öðru sæti mjög stutt á eftir með 57,2% skor. Þýskaparið Sabine Auken og Roy Wellandsem höfðu leitt mótið alllangan tíma, þurfti að sætta sig við að detta niður í þriðja sæti með 57,2% skor, aðeins fyrir neðan Gunnlaug og Kjartan.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar