Leikarinn Sam Asghari rýfur þögnina eftir að fregnir um yfirvofandi skilnað hans og poppstjörnunnar Britney Spears bárust fyrr í vikunni.
Á miðvikudaginn sótti Sam um skilnað frá Britney, fjórtán mánuðum eftir að þau gengu í gegnum það heilaga.
„Eftir að hafa elskað hvort annað og verið skuldbundin hvort öðru síðastliðin sex ár, þá höfum við ákveðið að binda endi á vegferð okkar saman,“ skrifaði Sam á Instagram í gær.
„Við ætlum að halda í ástina og virðinguna sem við höfum fyrir hvort öðru og ég óska henni alls hins besta.“
Hann viðurkenndi að það væri fáránlegt að biðja um næði, miðað við athyglina sem skilnaðurinn hefur hingað til fengið, en bað fjölmiðla um að sýna þeim virðingu og hugulsemi.
Sjá einnig: Skilnaðarskandall ársins í uppsiglingu – Framhjáhald og fjárkúgun
Britney hefur hingað til ekki tjáð sig um skilnaðinn opinberlega.