fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Ein frægasta Youtube-stjarna heims fékk boð í kafbátaferðina örlagaríku að flaki Titanic

Fókus
Mánudaginn 26. júní 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ein frægasta Youtube-stjarna heims er ólíkindatólið MrBeast sem er þekktur fyrir ótrúlega metnaðarfull myndbönd þar sem hann gefur stundum þátttakendum svimandi háar upphæðir fyrir þátttökuna. Alls fylgja um 162 milljónir stjörnunni á miðlinum.

MrBeast, sem heitir réttu nafni, Jimmy Donaldsson, greindi frá því á Twitter-síðu sinni í gærkvöldi að hann hefði fengið boð um að að fara í hina dauðadæmdu ferð og birti brot úr samskiptum við ónefndan aðila þar sem hugmyndin er viðruð.

Stjarnan hafnaði hins vegar boðinu og sagði það vera óhugnalega tilfinningu að ímynda sér að hann hafi getað verið um borð.

Yfirvöld í Bandaríkjanum rannsaka nú orsök slyssins sem varð til þess að fimm manns létu lífið og heimsbyggðinni var haldið í helgargreipum dögum saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 18 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?