fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Segist hafa verið plötuð í frægasta fjölkæra samband Hollywood

Fókus
Fimmtudaginn 25. maí 2023 22:00

Una, David og Sian. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Una Healy segir að hún hafi verið plötuð í fjölkært samband og nær fram hefndum gegn fyrrverandi með nýju lagi.

Í lok árs 2022 byrjaði Healy, 41 árs, í sambandi með hnefaleikakappanum David Haye, 42 ára, og fyrirsætunni Sian Osborne, 31 árs.

Samband þeirra vakti mikla athygli, sérstaklega þar sem þau eru öll þekkt í sínum bransa. Una er söngkona vinsælu hljómsveitarinnar The Saturdays og David Haye var einn fremsti hnefaleikakappi Bretlands um árabil.

Ástin var ekki langlíf og hætti Una með þeim í febrúar.

Sjá einnig: Hegðun hennar á samfélagsmiðlum bendir til þess að frægasta fjölkæra sambandi Hollywood sé lokið

Una, David og Sian birtu margar myndir af sér saman á samfélagsmiðlum.

Una opnaði sig um málið í hlaðvarpsþættinum My Therapist Ghosted Me.

Nýja lagið hennar ber titilinn „Walk Away!“ sem rímar einmitt við David Haye. Lagið kemur út 1. júní næstkomandi og mun það segja hennar hlið af öllu því sem hefur skeð.

Hún vildi bara David.

„Ég vildi ekki vera í fjölkæru sambandi,“ sagði hún og bætti við að hún hafi eiginlega verið plötuð í það.

Hún sagði að hún hafi aðeins laðast að David og að hann hafi sagt við hana að hann ætlaði að hætta með Sian fyrir hana, sem gerðist ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 18 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?