fbpx
Föstudagur 30.september 2022
Fókus

Framhjáhaldið sem skekur Hollywood – Adam Levine rýfur þögnina og aðrar stjörnur blanda sér í málið

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 21. september 2022 09:59

Emily Ratajkowski, Adam Levine, Behati Prinsloo Levine og Sumner Stroh. Myndir/Getty/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á mánudaginn síðastliðinn steig Instagram-fyrirsætan Sumner Stroh fram í myndbandi á TikTok og hélt því fram að hún hefði átt í ástarsambandi við Adam Levine, söngvara Maroon 5.

Hún birti skjáskot af samtölum þeirra og í einu þeirra virðist Adam spyrja hvort það væri í lagi hennar vegna að hann myndi skíra ófæddan son sinn Sumner.

Sjá einnig: Adam Levine sagður hafa haldið framhjá – Vildi nefna ófædda barnið sitt eftir hjásvæfunni

Adam á von á sínu þriðja barni með eiginkonu sinni, fyrirsætunni Behati Prinsloo. Þau tilkynntu um óléttuna á föstudaginn í síðustu viku.

Rýfur þögnina

Söngvarinn rauf þögnina á Instagram í gær og þverneitaði fyrir að hafa haldið framhjá. Hann viðurkenndi að hann hefði „farið yfir línuna“ yfir ákveðið tímabil í lífi sínu sem hann „sér mikið eftir. Og stundum var það óviðeigandi. Ég hef svarað fyrir það og hef tekið virk skref til að bæta úr þessu með fjölskyldu minni.“

Skjáskot/Instagram

Adam sagðist taka fulla ábyrgð á hegðun sinni. „Við munum komast í gegnum þetta. Og við munum gera það saman,“ sagði hann.

Aðrar stjörnur blanda sér í málið

Sumner virðist hafa séð yfirlýsingu söngvarans og sagði einfaldlega: „Einhver þarf að gefa þessum manni orðabók“ í story á Instagram í gærkvöldi. Meira hefur hún ekki sagt en aðrar stjörnur hafa blandað sér í málið.

„Þegar karlmenn biðjast opinberlega afsökunar á framhjáhaldi þá hata ég partinn þar sem þeir segja: Við komumst í gegnum þetta saman. Ekki tala fyrir hönd eiginkonu þinnar, þú hefur gert nóg,“ sagði raunveruleikastjarnan Chrishell Stause um málið.

Leikkonan Sara Foster gagnrýndi bæði Adam og Sumner. „Framhjáhöld eru ógeðsleg. Og þessi kona ákvað að gera „viral“ myndband á TikTok um það svo allur heimurinn – þar á meðal ólétt eiginkona hans – gæti séð, þegar hún hefði getað sent henni skilaboð. Við vorkennum þér ekki. Þú vissir að hann væri giftur og þú tókst þátt í þessu,“ sagði hún á TikTok.

Adam Levine og eiginkona hans Behati Prinsloo Levine. Mynd/Getty

Kemur Sumner til varnar

Netverjar skiptast í fylkingar hvað varðar Sumner. Margir netverjar taka í sama streng og Sara Foster og gagnrýna hana fyrir að hafa greint frá þessu opinberlega og fyrir að hafa tekið þátt þar sem hún vissi af ráðahag Adams frá upphafi.

Við þessu hefur hin fylkingin tvennt að segja; í fyrsta lagi hafði manneskja – sem Sumner héldi að hún gæti treyst – reynt að selja slúðurmiðlum skjáskot af samskiptum Sumner og Adam, og Sumner sagði að þess vegna hefði hún ákveðið að stíga fram. Í öðru lagi að Sumner hafi verið ung og auðtrúa þegar þau kynntust, hann helmingi eldri og þar að auki í valdastöðu.

Fyrirsætan Emily. Mynd/Getty

Fyrirsætan Emily Ratajkowski er meðal þeirra í seinni hópnum. Hún lítur svo á að Sumner sé fórnarlamb í þessu öllu saman.

„Ég skil ekki af hverju við höldum áfram að kenna konum um mistök karla, sérstaklega þegar við erum að tala um tuttugu og eitthvað ára konur sem eru að kljást við karlmenn í valdastöðu sem eru helmingi eldri,“ sagði Emily við færslu Söru Foster um málið.

„Líka, ef þú ert manneskjan sem er í sambandi þá er það þín ábyrgð að vera trúr þínum maka. Þannig þetta dæmi með að kenna öðrum konum um, það er slæmt og bókstaflega gert til að aðskilja konur.“

Adam og Behati byrjuðu saman árið 2012 og giftust árið 2014. Þau hafa því verið saman í 10 ár og gift í 8 ár. Þau eiga tvær dætur saman og eiga von á þriðja barninu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kyntröllið sem hvarf – Hvað varð um Brendan Fraser?

Kyntröllið sem hvarf – Hvað varð um Brendan Fraser?
Fókus
Í gær

Rakar sig ekki og notar ekki svitalyktareyði

Rakar sig ekki og notar ekki svitalyktareyði
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sendi nektarmyndir á ókunnuga karlmenn á flugvelli

Sendi nektarmyndir á ókunnuga karlmenn á flugvelli
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tölvugerð mynd af Díönu prinsessu vekur reiði

Tölvugerð mynd af Díönu prinsessu vekur reiði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rýfur þögnina um orðróminn um hann og Khloé Kardashian

Rýfur þögnina um orðróminn um hann og Khloé Kardashian
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafsteinn missti börnin sín: „Þetta var bara manndráp af gáleysi … Stjórnvöld einhverra hluta vegna leyfðu þessu að gerast“

Hafsteinn missti börnin sín: „Þetta var bara manndráp af gáleysi … Stjórnvöld einhverra hluta vegna leyfðu þessu að gerast“