fbpx
Sunnudagur 16.júní 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Andrea er eldri en rokkið sjálft – „Ég get verið amma flestra sem eru hérna í dag, jafnvel langamma“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 14. apríl 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andrea Jónsdóttir fagnaði sjötugsafmæli 7. apríl og hélt upp á áfangann á sínu öðru heimili, skemmtistaðnum Dillon, þar sem troðfullt var út úr dyrum tvö kvöld í röð af vinum og ættingjum. Andrea er öllum kunn sem fylgjast með tónlist, en sjálf hefur hún hrærst í bransanum í næstum 50 ár, sem plötusnúður og útvarpsmaður.

Blaðamaður settist niður með Andreu yfir öli á skemmtistaðnum Dillon og ræddi lífið og tilveruna, bernskuárin á Selfossi, Bítlana og bransann, plan B og barnabörnin.

Þetta er hluti af stærra viðtali í helgarblaði DV.

Amma rokk sem er eldri en rokkið sjálft

Andrea er aldrei kölluð annað en rokkamma  og aðspurð hver fann upp það viðurnefni segist Andrea ekki hafa hugmynd um það. „Ég upphugsaði ekki þann titil, ég hef ekki hugmynd um hver byrjaði með hann upphaflega. Ég get verið amma flestra sem eru hérna í dag, jafnvel langamma. Viðurnefnið gæti verið tengt útvarpinu af því að ég var þar á tímabili með rokkþætti, fimm kvöld vikunnar, en ég hlusta á miklu fleira en það, svo er spurning hvað er kallað rokk,“ segir Andrea.

„Mér finnst bara öll flott tónlist alveg frábær hvort sem hún heitir popp eða rokk eða djass, ég er hins vegar ekki vel að mér í klassík. En ég hlusta á alla flóruna. Það er ekki endilega hægt að bera saman tónlist, það er fátt í dag sem er illa gert og margt er alveg framúrskarandi vel gert. Það er alls konar mælikvarði, þetta er ekki eins og að gefa rétt fyrir stærðfræði,“ segir Andrea, sem alla föstudaga sér um að ræða um plötu vikunnar á Rás 1, ásamt Arnari Eggerti Thoroddssyni. „Maður setur sig inn í heim viðkomandi tónlistarmanns og dæmir út frá því. Stundum er verri plata kannski skemmtilegri en betri plata, plata getur líka haft meiri tilgang en önnur sem er fullkomnari hvað tónlistina varðar.“

Þar sem hún hefur hrærst í tónlist allan þennan tíma, er við hæfi að spyrja hvort hún hafi sjálf sungið eða leikið á hljóðfæri? „Nei, ég syng bara með. Ég hef einu sinni stigið á svið og sungið, það var hér á Dillon í afmæli Stellu Hauks, vinkonu minnar, sem var ákveðin í að verða ekki sextug og hélt af því tilefni tvenna tónleika, aðra þegar hún var 59 ára og þá seinni þegar hún varð sextug. Það voru allir búnir að syngja lag nema ég og erfiðasta lagið var eftir: Mama Loo, sem er ofsalega langt lag með miklum texta. Ég fékk þau ummæli að ég hefði lúkkað vel með mækinn. Sem betur fer var þetta ekki tekið upp,“ segir Andrea og hlær, og segist engu að síður alveg halda lagi. „Þetta er eitthvað sem maður getur æft sig í, en ég hef ekki haft metnað í það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

DV tónlist: Bófadans með Andra Má

DV tónlist: Bófadans með Andra Má
Fókus
Fyrir 2 dögum

Skildi við karlinn eftir 11 ára hjónaband: Er nú í sambandi með tveimur körlum og einni konu

Skildi við karlinn eftir 11 ára hjónaband: Er nú í sambandi með tveimur körlum og einni konu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Illuga blöskrar ákveðið atvik á Grímunni: „Meiri ömurlegur dónaskapur var þetta!“

Illuga blöskrar ákveðið atvik á Grímunni: „Meiri ömurlegur dónaskapur var þetta!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hún vildi bara hina fullkomnu matarmynd

Hún vildi bara hina fullkomnu matarmynd
Fókus
Fyrir 4 dögum

Daði Freyr breiðir yfir eitt vinsælasta lag heims – Gefur út plötu á miðnætti

Daði Freyr breiðir yfir eitt vinsælasta lag heims – Gefur út plötu á miðnætti
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bíómyndin sem er að gera allt vitlaust: Fólk stóð upp og gekk út af frumsýningunni

Bíómyndin sem er að gera allt vitlaust: Fólk stóð upp og gekk út af frumsýningunni