fbpx
Mánudagur 20.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

EurovisionSjá allar

Fókus

Ætti að banna tónlist Michael Jackson? Mjög skiptar skoðanir – „Nú þykir snillin óþægileg“

Fókus
Mánudaginn 11. mars 2019 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir að heimildarmyndin Leaving Neverland, sem segir frá meintu kynferðisofbeldi Michael Jackson gegn barnungum drengjum, leit dagsins ljós hafa útvarpsstöðvar víða um heim tekið þá ákvörðun að hætta að spila tónlist hans.

BBC og NRK eru meðal þeirra fjölmiðla sem ákváðu þetta – að minnsta kosti tímabundið. Mjög skiptar skoðanir eru um þetta enda kvikna ýmsar siðferðisspurningar þegar rætt er um tónlist Michael Jackson annars vegar og meint kynferðisbrot hans hins vegar.

Óþægileg snilli

Kolbrún Bergþórsdóttir, leiðarahöfundur Fréttablaðsins, skrifar til dæmis um málið í leiðara blaðsins í dag og er hún þeirrar skoðunar að engin ástæða sé til að banna tónlist Michael Jackson.

„Enginn sem horft hefur á myndina ætti lengur að efast um að Michael Jackson var barnaníðingur, sem níddist á drengjum allt niður í sjö ára. Svo er önnur staðreynd, sömuleiðis óhagganleg, sem er sú að Jackson telst meðal helstu snillinga 20. aldar á tónlistarsviðinu. Nú þykir snillin óþægileg,“ segir Kolbrún í leiðara sínum.

Hún heldur áfram:

„Einhverjir vilja greinilega fara þá leið að láta eins og Michael Jackson og verk hans hafi aldrei verið til – sem er vitanlega gróf sögufölsun. Ekki skal fullyrt að forráðamenn breska ríkisútvarpsins BBC og norska ríkisútvarpsins NRK og fleiri stöðva hafi markvisst haft það í huga þegar þeir ákváðu að hætta að spila tónlist Jacksons á útvarpsstöðvunum. Hugsanlega er þetta bann við spilun einungis tímabundið, eins konar sjokkviðbrögð við fréttum sem hafa komið svo mörgum úr jafnvægi, en ættu samt ekki að hafa komið á óvart.“

Ekki verið að samþykkja glæpinn

Rætt var um málið í þættinum Good Morning Britain á föstudag þar sem Nina Myskow, blaðamaður og rithöfundur, og Afua Adom, plötusnúður og útvarpskona, fjölluðu um málið. Nina tók viðtal við Jackson á sínum tíma og er hún þeirrar skoðunar að hægt sé að skilja á milli tónlistarinnar og svartrar fortíðar tónlistarmannsins.

„Það er ekki verið að samþykkja glæpinn með því að hlusta á tónlistina,“ sagði Nina og bætti við að í gegnum söguna hefðu fjölmargir frábærir listamenn átt sínar skuggahliðar. Nefndi hún þýska tónskáldið Wagner í því samhengi sem þótti hallur undir nasisma, gyðingahatur og þjóðernishyggju. Þrátt fyrir það væri tónlist hans dýrkuð og dáð enn í dag.

Óþægileg vitneskja

Afua er aftur á móti annarrar skoðunar og bendir á að tónlist Jackson hafi verið samofin sambandi hans við börnin sem hann er sakaður um að hafa brotið gegn. Þau hafi komið fram í myndböndum hans og á tónleikum hans og það sé óþægilegt að vita hvað átti sér stað á þessum tíma. „Ég spila tónlist til að fólki líði vel,“ segir Afua sem dregur ekki í efa að Jackson hafi verið frábær tónlistarmaður og í miklu uppáhaldi hjá henni.

Alex Carlton, pistlahöfundur News.co.au, í Ástralíu er sömu skoðunar og Afua og segir að ef fólk hafi snefil af samkennd „ætti Jackson að vera jafn dauður og uppvakningarnir í myndbandinu við lagið Thriller.“ Alex segir að Jackson hafi verið í miklu uppáhaldi hjá sér en eftir afhjúpunina í Leaving Neverland muni hún aldrei geta hlustað á tónlistina aftur.

„Við getum ekki sótt Jackson til saka – hann dó úr of stórum skammti árið 2009 – fyrir það sem hann gerði þessum drengjum en við getum eytt honum úr menningarlegri meðvitund okkar. Þannig sýnum við fórnarlömbum Jacksons stuðning – einstaklingum sem hafa kerfisbundið verið þaggaðir niður og settir í skuggann af Jackson.“

Listaverkin betri en maðurinn var

En, Kolbrún Bergþórsdóttir, sem hefur skrifað um menningar- og þjóðfélagstengd málefni um árabil, tekur undir með Ninu. Hún endar leiðara sinn á þessum orðum:

„Heimurinn verður að sætta sig við að einstaklingar sem eru ekki góðar manneskjur geta gert stórkostlega hluti á listasviðinu. Listaverkin verða ekki og eiga ekki að vera þurrkuð af yfirborði jarðar, þau lifa sjálfstæðu lífi og eru svo miklu betri en maðurinn sjálfur var. Hvers konar eftirlit sem tekur að sér að fela listaverk og láta eins og þau hafi aldrei verið sköpuð getur ekki verið annað en skelfilegt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Karitas Harpa og Aron Leví – Hrafn kominn í heiminn

Karitas Harpa og Aron Leví – Hrafn kominn í heiminn
Í gær

Mánudagsblaðið var djarft, klámfengið og menningarlegt

Mánudagsblaðið var djarft, klámfengið og menningarlegt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Keppinautur Önnu Mjallar beitti bellibrögðum – Hringdi strax í pabba og bað um hjálp

Keppinautur Önnu Mjallar beitti bellibrögðum – Hringdi strax í pabba og bað um hjálp
Fókus
Fyrir 2 dögum

Umbyltir staðalmynd fíkniefnaneytandans: „Boxin sem áfengi tikkar í eru miklu verri“

Umbyltir staðalmynd fíkniefnaneytandans: „Boxin sem áfengi tikkar í eru miklu verri“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hlustaðu á glænýjan smell Svölu – Draumkennt popplag samið á Íslandi og Í Los Angeles

Hlustaðu á glænýjan smell Svölu – Draumkennt popplag samið á Íslandi og Í Los Angeles
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tvö stjörnupör gifta sig á sama degi í sumar – Gestum mútað til að mæta

Tvö stjörnupör gifta sig á sama degi í sumar – Gestum mútað til að mæta
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hollenski Eurovision-keppandinn kom öllum á óvart á blaðamannafundinum: „Ég er tvíkynhneigður“

Hollenski Eurovision-keppandinn kom öllum á óvart á blaðamannafundinum: „Ég er tvíkynhneigður“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mikill þrýstingur á Jóhönnu Guðrúnu að sýna meira hold – Átti enga möguleika nema í „stuttum, flegnum kjól“

Mikill þrýstingur á Jóhönnu Guðrúnu að sýna meira hold – Átti enga möguleika nema í „stuttum, flegnum kjól“