fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Eiginmaður Völu gekkst undir kynleiðréttingu – „Fyrrverandi maðurinn minn er ein besta vinkona mín í dag“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 13. febrúar 2019 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vala Friðriksdóttir hafði verið með barnsföður sínum í sex ár þegar hann tilkynnti henni að hann teldi sig vera fæddan í röngum líkama. Hann hét þá Valur Sigurbjörn Pálmarsson en heitir í dag Sunneva Ósk Pálmarsdóttir. Á þessum tíma var dóttir þeirra tveggja ára gömul og litla fjölskyldan nýlega flutt heim frá Svíþjóð þar sem þau höfðu dvalið í ár. 

Í einlægu viðtali við Austurfrétt segir Vala frá reynslu sinni, sem hún kaus að segja frá þar sem henni þótti skorta umræðu um transfólk í íslensku samfélagi og vildi leggja sitt af mörkum til að opna umræðuna um þetta viðkvæma málefni.

Vala segir að fréttirnar hafi verið henni gríðarlegt áfall og hún í hálfgerðu móki fyrstu dagana á eftir. Treysti hún sér ekki til að segja foreldrum sínum fréttirnar í síma. „Ég beið því í nokkra daga með það þar til pabbi kom suður, en þá brotnaði ég líka alveg niður. Ég gleymi því aldrei þegar ég horfði á pabba faðma tengdason sinn og segja honum að hann stæði með honum alla leið og hann gæti alltaf leitað til hans.“

Vala og Valur, sem nú heitir Sunneva Ósk, leituðu aðstoðar hjá ráðgjafa og veltu upp öllum möguleikum um hvort að samband þeirra gæti gengið áfram eftir kynleiðréttinguna. Sunneva Ósk hrífst enn þá af konum, enda er kynvitund og kynhneigð ekki það sama líkt og Vala útskýrir.

„Kynhneigðin breyttist ekki neitt en hún uppgötvaði sína sönnu kynvitund og kyntjáningin varð önnur, aðeins kynvitundin. Ég breyttist hins vegar ekki og áframhaldandi samband því erfitt fyrir mig. Við veltum þó upp öllum möguleikum og ræddum mikið hvort við gætum fundið einhverja leið til þess að láta þetta ganga. Niðurstaðan var alltaf sú sama; annað hvort okkar yrði aldrei jafn hamingjusamt og sátt til lengri tíma litið. Þetta var ótrúlega erfið ákvörðun að taka.“

Sunneva Ósk hóf kynleiðréttingaferlið í október 2017 og hormónameðferð sumarið 2018. Segir Vala að allt við ferlið hafi komið henni á óvart, enda hafði hún engin kynni af transfólki áður og þekkti ekkert til.

„Það kom mér þó kannski helst á óvart að átta mig á hve gífurleg vanlíðan fylgir hjá þeim sem er að ganga í gegnum þetta ferli, allavega í fyrstu í tilfelli Sunnevu. Henni fannst alveg ótrúlega erfitt að stíga þessi fyrstu skref en um leið var það heilmikill léttir fyrir hana. Ég held að fólk geri sér almennt ekki grein fyrir því hversu erfitt og sárt þetta ferli er.“

Sterkar skoðanir annars fólks á ferlinu komu Völu einnig á óvart, sem og orðræða fólks varðandi transfólk.

„Hvernig dettur fólki í hug að hæðast að aðstæðum og einstaklingum í stað þess að hlúa að þeim ? Við verðum að passa hvernig við tölum og velja orðin rétt. Það er heldur ekki við hæfi að spyrja hvort einstaklingurinn ætli „alla leið“ eða ekki. Það skiptir engu máli. Það eina sem skiptir máli er að þessum einstaklingum líði vel og fylgi eigin sannfæringu.“

Í dag eru Vala og Sunneva Ósk góðar vinkonur sem styðja hvor aðra alla leið. „Ég finn að ég sakna þess vissulega að eiga hana ekki lengur sem maka en ég hef hins vegar aldrei efast um að ákvörðunin var rétt. Skilnaðurinn var erfiður og sár, en þó á fallegan hátt. Okkur hefur alltan tíman borið gæfa til að halda vinskap og styðja hvor aðra í þessu.

„Ég held að það hafi hjálpað mér mjög mikið hversu jákvæð og víðsýn ég er að eðlisfari. Öll erum við manneskjur og enginn græðir á því að vera með illindi við saklausan einstakling. Hún gerði mér ekki neitt, fylgdi aðeins sínu hjarta og eins ótrúlega sárt og það er verð ég bara að vinna með það.“

Viðtalið má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Harmsaga systkinanna Rakelar og Heimis – „Ég man eftir mömmu á þessum tíma, annað hvort öskrandi eða sofandi“

Harmsaga systkinanna Rakelar og Heimis – „Ég man eftir mömmu á þessum tíma, annað hvort öskrandi eða sofandi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“