fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Eistnaflug fer fram í 15. sinn – Fyrstu hljómsveitir ársins kunngerðar

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 22. janúar 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eistnaflug hefur tilkynnt fyrstu átta hljómsveitirnar sem koma munu fram á endurhvarfi hátíðarinnar til rótanna í Egilsbúð 10. – 13. júlí.

Líkt og margir vita er Eistnaflug fyrst og fremst þungarokkshátíð, þó hefur hún einnig getið sér orð fyrir að kynna til leiks tónlistarmenn sem spila allt frá elektrómúsík, yfir í popp yfir í indie.

„Þetta árið ætlum við að hverfa aftur til upprunans og halda hátíðina í Egilsbúð, dæmigerðu félagsheimili sem hýsti hátíðina frá fyrsta skiptinu til og með árinu 2014. Á hátíðinni hafa komið fram allt frá litlum bílskúrsböndum upp í heimsfræga listamenn sem enginn hefði getað trúað að kæmu fram í litla fiskiþorpinu á austfjörðum Íslands. Meðal hljómsveita sem komið hafa fram á Eistnaflugi má nefna Opeth, Meshuggah, The Cavalera Conspiracy, The Dillenger Escape Plan, Bloodbath, Behemoth og Rotting Christ auk íslenskra hljómsveita á við Auðn, Une Misére, Skálmöld, Dimmu Sólstafi og Ham,“ segja Helga Dóra Jóhannsdóttir og Magný Rós Sigurðardóttir, sem sitja í framkvæmdastjórn Eistnaflugs.

Í upphafi Var Eistnaflug eins dags hátíð  en gegnum tímann og þróunina hefur hún þróast og stendur í ár, líkt og síðustu ár, yfir frá miðvikudegi til og með laugardegi. Síðustu ár hefur hún verið haldin í íþróttahöllinni í Neskaupstað en í ár var ákveðið að snúa aftur til gamalla tíma og halda hana í hitanum, þrengslunum og svitanum í Egilsbúð.

Hljómsveitirnar sem staðfestar eru á Eistnaflug 2019 eru:

Primordial (IRL), Nyrst (ISL), Volcanova (ISL), Úlfúð (ISL), Devine Defilement (ISL), Ottoman (ISL), Dynfari (ISL) og Sóstafir (ICELAND).

Primordial

Primordial á rætur sínar að rekja til ársins 1987 þegar þeir Ciáran MacUiliam og Pól MacAmhlaigh stofnuðu snemma á unglingsárunum hljómsveit og fóru að æfa sig með því að spila lög eftir hljómsveitir á borð við Slayer, Sepultura, D.R.I og Sodom. Árið 1991 fékk hljómsveitin, sem þá hét Mortus, til liðs við sig söngvarann Alan Averill (einnig þekktan undir nafninu A.A. Nemtheanga). Árið 1993 tóku þeir upp sitt fyrsta og eina demó „Dark romanticism“ og höfðu þá tekið upp nafnið Primordial.

Árið 1995 gaf sveitin út plötuna Imrama hjá Cacophonous Records. Sú kom þeim á kortið sem melódískri svarmálmssveit. Þaðan þróaðist hún þó í átt til keltneskrar þjóðlagahefðar er við bættust flautur og mandólín. Eftir það flakkaði sveitin á milli útgáfufyrirtækja þangað til hún gaf út plötuna „The Gathering Wilderness“ árið 2005. Þá kvað við nýjan tón. Platan var mun myrkari og hrárri en áður hafði heyrst og komst hún á allnokkra topplista auk þess að vera kosin plata ársins af tónlistartímaritinu Terrorizer Magazine. Hún hefur haldið áfram hjá Metal Blade og kom nýjasta plata sveitarinnar „Exile Amongst the Ruins“ út 30. mars á síðasta ári.

Sólstafir eru ekki það sem fólk á öllu jöfnu von á. Þeir blanda saman svartmálmi og síkadelískum augnablikum og flétta svo við það hljómfögrum melódíum. Bak við þetta allt saman er svo þung undiralda sígilds- og þungarokks sem túlkar á einhvern hátt stórbrotið landslag Íslands. Fimmta breiðskífa sveitarinnar, Ótta, kemur sem rökrétt framhald af fyrirrennaranum, Svörtum söndum, og þegar hlustað er á Sólstafi er eins gott að búast við hinu óvænta: hófsömum strengaútsetningum og dáleiðandi banjólínum, hlutum sem við eigum ekkert endilega að venjast í þungarokki.

Ekkert af þessu blasti við þegar Sólstafir gáfu út sína fyrstu plötu, Þó var hljómsveitin klárlega auðþekkjanleg á þeim tíma líkt og nú og markar útgáfa platnanna „Masterpiece of Bitterness“ frá 2005 og „Köld“ frá 2009 augljósa staksteina á vegferð þeirra og bera þær augljós merki samfelldrar þróunar hljómsveitarinnar.

Tónlist Sólstafa ber til jafns merki kafaldsbylja, eldfjallagjósku, hvera, grænna haga og saltra alda.

Facebooksíða Eistnaflugs.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
Fókus
Í gær

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“