fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Þitt eigið leikrit Ævars vísindamanns – Áhorfendur taka virkan þátt í sýningunni

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 15. janúar 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þitt eigið leikrit Ævars vísindamanns – Áhorfendur taka virkan þátt í sýningunni

Þitt eigið leikrit eftir Ævar Þór Benediktsson, eða Ævar vísindamann, verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu þann 25. janúar í Kúlunni.

Söguheimurinn er norræna goðafræðin, full af hrikalegum hetjum og stórhættulegum skrímslum.

Áhorfendur eru virkir þáttakendur í sýningunni og hafa áhrif á söguna, líkt og lesandi bóka Ævars, allt frá því hver er aðalpersóna leikritsins til þess hverju viðkomandi klæðist.

Engar tvær sýningar verða eins, því áhorfendur ráða því hvað gerist og kjósa reglulega um framvinduna með fjarstýringum. Engar tvær sýningar verða því eins og alls verður um 1294 útgáfur að ræða.

Muntu sigra Miðgarðsorminn eða gleypir hinn hræðilegi Fenrisúlfur þig? Ætlarðu að gerast barnapía fyrir Loka eða líst þér betur á að verja sjálfa Valhöll fyrir jötnum og hrímþursum?
Ævintýraleg og spennandi sýning, þar sem allt getur gerst!

Leikarar í sýningunni eru: Baldur Trausti Hreinsson, Hilmir Jensson, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Snorri Engilbertsson og Sólveig Arnarsdóttir.

Höfundur: Ævar Þór Benediktsson

Leikstjórn: Stefán Hallur Stefánsson

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki