fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Ólafur Darri segir mikilvægt að læra af mistökum: „Börnunum mínum mun aldrei líða 100% vel“

Tómas Valgeirsson
Mánudaginn 11. febrúar 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er rosalega mikið fagnörd. Ég á fjölskyldu sem er rosalega skilningsrík, ég á konu sem er rosalega skilningsrík, ég á börn sem eru rosalega skilningsrík. Ég er oft að hugsa þetta, dag og nótt.“

Þetta segir Ólafur Darri Ólafsson leikari, en á dögunum var hann gestur í hlaðvarpsþættinum Millivegurinn sem er í umsjón Arnórs Sveins Aðalsteinssonar og Bergsveins Ólafssonar.

Ólafur Darri er landsmönnum vel kunnur og í þættinum ræðir hann daginn og veginn, frá stjórnmálum til mikilvægi listarinnar og foreldrahlutverksins. Leikarinn rifjar meðal annars upp þann tíma þegar hann átti von á fyrstu dóttur sinni af tveimur og hvernig hann hafði enga löngun til þess að ala börn upp í hefðbundnum skilningi orðsins.

„Mér finnst rangt að segja að maður sé að ala einhvern upp, maður er einfaldlega að leiðbeina,“ segir Ólafur.

„Börnunum mínum mun aldrei líða 100% vel, því þannig er bara lífið og það er ágætt að hafa það á bak við eyrað og koma þeim í skilning um það. Með leiðbeinandahlutverkið finnst mér skipta öllu að tala mikið við börnin mín. Ég reyni að leggja áherslu við þær að þær eiga fullan rétt á öllu. Þær eiga sinn líkama, sínar skoðanir.“

Lærir mest af mistökunum

Ólafur segir það vera forréttindi að gegna starfi leikara og geta unnið með mismunandi fólki en tekur fram að það sé einnig afar mikilvægt fyrir fólk að gera mistök og muna eftir þeim. „Maður lærir mest af mistökunum og þegar manni gengur rosalega vel í lífinu,“ segir Ólafur og rekur söguna af tímabili sem markaði ákveðinn lágpunkt á ferli hans, en það var í kringum þann tíma þegar honum var sagt upp störfum hjá Borgarleikhúsinu árið 2002.

„Ég var að skilja á þessum tíma og ég var sjúklega óhamingjusamur í vinnunni. Mér leið alls ekki vel og metnaðurinn fannst mér ekki nógu góður,“ segir hann.

Þá tekur hann fram að Gísli Örn Garðarsson leikari hafi hvatt hann til þess að gefa leiklistarferilinn upp á bátinn ef gleðin í starfinu væri horfin, en Ólafur segir það erfitt að taka slíkt skref sjálfur.

„Ég var hræddur við að missa vinnuna, en sem betur fer var það tekið af mér og ég var rekinn. En ég hugsa líka oft til þess hvernig hefði verið ef menn hefðu ekki gert það, ef menn hefðu hlúað að mér og reynt að hvetja mig áfram og segja mér hvað ég var að gera rétt. Mér finnst mjög vanmetið að hlúa að fólki, að draga það besta fram í fólki.“

Ólafur segir jafnframt að hann hafi á þessum tíma verið í viðjum vanans og hann hafi einsett sér að brjótast út úr vananum eftir þetta.

Traust og auðmýkt ofar öllu

Leikarinn segist vera mikill Liverpool-maður þegar kemur að enskri knattspyrnu en hann ræðir hversu hvetjandi honum þótti það vera þegar fyrrum norski leikmaðurinn Ole Gunnar Solskjær var ráðinn sem þjálfari Manchester United.

„Ég er ekki United-aðdáandi en mér hefur fundist mjög gaman að sjá breytingu á einu liði þegar nýr maður tekur við, maður sem menn bera virðingu fyrir en á sama tíma er ekki ógnað mikið af. Það er forvitnilegt að sjá hvað hægt er að breyta miklu þegar þú breytir andrúmsloftinu. Mér finnst þetta forvitnilegt í ljósi þess að maður sér svo mikið hvað er hægt að gera með góðri hvatningu,“ segir Ólafur og segir leiklistina vera fyndna veröld til þess að starfa í og segir hann að margt í fari þjálfarans Solskjær endurspegli trú hans á þessu hugarfari að hvetja aðra frekar en að skamma.

„Í hvert skipti sem þú gerir sýningu eða bíómynd, þá ertu í rauninni að vinna hjá nýju fyrirtæki. Sumir leikstjórar eru sjálfir óöruggir og þeirra óöryggi brýst út, þeir geta orðið leiðinlegir, pirraðir eða lagt fólk nett í einelti og eru óánægðir með leikmennina sína. Svo eru aðrir sem viðurkenna fyrir sjálfum sér að þeir eru ekki með öll svörin, eru ekkert að stressa sig á því,“ segir Ólafur og heldur áfram:

„Ég get undantekningarlaust sagt að mér finnst miklu, miklu dýpra að vinna með einhverjum sem sýnir traust, auðmýkt og þorir að viðurkenna að hann sé ekki fullkominn, heldur en einhverjum sem þorir ekki að sýna óöryggi sitt og þykist nota einhver vélabrögð til að fá fólk til að gera það sem þarf. Í seinni tíð þoli ég þau vinnubrögð ekki. Ég þoli ekki þegar einhver reynir að verka mig til að gera eitthvað.“

Hlaðvarpið má finna í heild sinni hér fyrir neðan.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Ragna gefur út ljóðakver í minningu bróður síns – Bjarni svipti sig lífi

Ragna gefur út ljóðakver í minningu bróður síns – Bjarni svipti sig lífi
Fókus
Í gær

„Ég er bara rétt að byrja, ef maður getur sagt það eftir 11 ár“

„Ég er bara rétt að byrja, ef maður getur sagt það eftir 11 ár“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mótmælir innantómum sjálfsmyndum með því að „deyja“ við fræg kennileiti – Ísland meðal áfangastaða

Mótmælir innantómum sjálfsmyndum með því að „deyja“ við fræg kennileiti – Ísland meðal áfangastaða
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvað er Karítas Harpa að horfa á?

Hvað er Karítas Harpa að horfa á?