fbpx
Sunnudagur 21.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Katrín Sif neitar þöggun um fíkniefni og slagsmál á Fiskideginum mikla – „Fyrirmyndir unglinganna okkar plöntuðu sér á tjaldsvæðið og dreifðu eiturlyfjum í mjög miklu magni og gortuðu sig af því“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 14. ágúst 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Sif Árnadóttir 38 ára er búsett á Dalvík, þar sem hún er fædd og uppalin. Í stöðufærslu á Facebooksíðu sinni gagnrýnir hún nýafstaðna fjölskylduhátíð, Fiskidagurinn mikli, sem haldin var þar síðustu helgi og segir íbúa og foreldra þurfa að fara að opna augun fyrir þeim vandamálum sem fylgja eða geta fylgt slíkri hátíð.

Segir hún að hún sjálf og aðrir sem hún þekkir og hafi talað við hafa verið á köflum skíthrætt vegna fjölda slagsmála sem voru á hátíðinni, flestir séu sammála um að hafa aldrei séð jafn mikinn fjölda drukkinna ungmenna og að ungmenni hafi talað um að allt væri fljótandi í fíkniefnum.

„Fyrirmyndir unglinganna okkar plöntuðu sér á tjaldsvæðið og dreifðu eiturlyfjum í mjög miklu magni og gortuðu sig af því. Ég veit að sérsveitin var sýnileg þarna og allt það, en hefur greinilega ekki verið að vinna vinnuna sína miðað við fréttaflutning helgarinnar. 5 minniháttar fíkniefnamál??? Í alvörunni? Ég persónulega heyrði af fleiri málum en það frá syni mínum og hans vinum sem voru á köflum skíthrædd!“

Katrín Sif gagnrýnir þó ekki skemmtunina sem slíka og segir hana hafa gengið fullkomlega upp. „Fólk almennt brosir hringinn, knúsar ókunnuga og er hamingjusamt. Tónleikarnir á laugardagskvöldinu eru á einhverju öðru leveli og flugeldasýningin sú allra flottasta á landinu.

Hún segist með færslunni ekki vilja koma óorði á hátíðina, en hins vegar þurfi að koma í veg fyrir þöggun þessara vandamála og opna umræðuna.

Svona er stöðufærslan í heild sinni:

Nú get ég ekki bitið í tunguna mína lengur! Ég er stoltur Dalvíkingur og bý hérna á litlu fallegu víkinni okkar með börnin mín tvö. Um helgina var fjölskylduhátíðin Fiskidagurinn mikli haldin með pompi og prakt og fjöldinn aldrei verið meiri. Tæplega 40.000 manns voru hér saman komin og þegar ég keyrði um bæinn í gær var ekki rusl að sjá neins staðar. Allir leggja sitt af mörkum og allt virðist einhvern veginn ganga fullkomlega upp. Súpurnar frábærar, fiskurinn, skemmtunin og umgengnin á hátíðarsvæðinu er til fyrirmyndar og fólk almennt brosir hringinn, knúsar ókunnuga og er hamingjusamt. Tónleikarnir á laugardagskvöldinu eru á einhverju öðru leveli og flugeldasýningin sú allra flottasta á landinu.

Ég tók að mér að dreifa armböndum og selja varning merkt Ég á bara eitt líf fyrir minningarsjóð Einars Darra, sem hefur það að markmiði að berjast gegn fíkniefnum með áherslu á misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja.

Hér var því fullt út úr dyrum alla helgina, fólk á öllum aldri (fyrir utan alla unglingana sem voru hér með eldri syni mínum). Flestir voru sammála um það að hafa aldrei séð jafn mikinn fjölda af drukknum ungmennum. Mjög mikið var um slagsmál og ég hef ekki tölu á því hversu mörg ungmenni komu að kaupa sér peysur og töluðu um að það væri allt fljótandi í fíkniefnum á unglingatjaldsvæðinu. Fyrirmyndir unglinganna okkar plöntuðu sér á tjaldsvæðið og dreifðu eiturlyfjum í mjög miklu magni og gortuðu sig af því. Ég veit að sérsveitin var sýnileg þarna og allt það, en hefur greinilega ekki verið að vinna vinnuna sína miðað við fréttaflutning helgarinnar. 5 minniháttar fíkniefnamál??? Í alvörunni? Ég persónulega heyrði af fleiri málum en það frá syni mínum og hans vinum sem voru á köflum skíthrædd! Ég veit vel að við viljum ekki koma óorði á fjölskylduhátíðina okkar, en við verðum að hætta þessari þöggun og átta okkur á að á undanförnum 8 mánuðum eru 25 ungmenni látin út af þessum efnum og þeim fækkar ekki!!! Fullorðið fólk sem ég þekki persónulega þakkaði fyrir að hafa staðið í lappirnar á nóttunni því það voru slagsmál umallt og mest áberandi voru það ungmennin okkar.

Opnum umræðuna kæru foreldrar og tölum opinskátt við börnin okkar um þetta vandamál! Það er engin trygging fyrir því að barnið okkar falli ekki fyrir gylliboðunum frá þessum aumingjum en við getum svo sannarlega opnað umræðuna betur!

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Dregur sannleiksgildi Leaving Neverland í efa: „Fólk skáldaði bara upp einhverja bölvaða sögu því það vildi eignast peninga“

Dregur sannleiksgildi Leaving Neverland í efa: „Fólk skáldaði bara upp einhverja bölvaða sögu því það vildi eignast peninga“
Fókus
Í gær

Dóttir Daða og Árnýjar komin í heiminn eftir 28 tíma fæðingu – Sjáið fyrstu myndina af frumburðinum

Dóttir Daða og Árnýjar komin í heiminn eftir 28 tíma fæðingu – Sjáið fyrstu myndina af frumburðinum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stína missti manninn sinn úr krabbameini – Talar opinskátt um kynlíf sem aðstandandi sjúklings: „Þetta var mjög mikil togstreita“

Stína missti manninn sinn úr krabbameini – Talar opinskátt um kynlíf sem aðstandandi sjúklings: „Þetta var mjög mikil togstreita“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Besta kynlífið – Íslendingar segja frá: „Hann reyndist líka sleikja eins og engill“

Besta kynlífið – Íslendingar segja frá: „Hann reyndist líka sleikja eins og engill“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tiger hugsar um kynlífshneykslið á hverjum degi: „Hann missti allt“

Tiger hugsar um kynlífshneykslið á hverjum degi: „Hann missti allt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Myndband dagsins: „Þetta er mamma Söru í Júník“

Myndband dagsins: „Þetta er mamma Söru í Júník“