fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Jóladagatal Fókus 5. desember – Gjöf frá Forlaginu

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 5. desember 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fram að jólum ætlum við að gefa heppnum lesanda og vini hans skemmtilegar gjafir. Við mælum því með að þið fylgist vel með hér á vefnum fram að jólum.

Í dag 5. desember ætlum við að gefa bækur frá Forlaginu.

Það eru bækurnar Svik eftir Lilju Sigurðardóttur og Hasim eftir Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur.

Svik: Lilja Sigurðardóttir hefur slegið í gegn með spennusögum sínum og þríleikurinn GildranNetið og Búrið kemur um þessar mundir út víða um lönd. Gildran var nýlega tilnefnd til breska Gullrýtingsins sem eru ein virtustu glæpasagnaverðlaun heims.

Úrsúla er nýlega flutt til Íslands eftir áralöng störf á hættusvæðum heimsins. Rólegt hversdagslífið í Reykjavík hentar henni engan veginn, svo að hún grípur fegins hendi óvænt boð um að taka sæti í ríkisstjórn landsins: þar getur hún aftur látið til sín taka!

En stjórnmálin eru refskák og fjölmiðlar vaka yfir hverju fótmáli nýja ráðherrans. Við bætist að gamall útigangsmaður eltir hana á röndum og virðist vilja vara hana við yfirvofandi hættu. Getur verið að hann búi yfir vitneskju sem ógnar einhverjum í innsta hring? Svik er hröð og hörkuspennandi saga um völd og valdaleysi, ofbeldi og þöggun; um að bregðast trausti og svíkja gefin loforð.

Hasim: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, höfundur bókarinnar, er löngu þjóðkunn fyrir skrif sín og störf við sjónvarp og útvarp. Hún nálgast viðfangsefnið af fágætu næmi og samúð með aðalsöguhetjunni og þeim sem reyndu að hjálpa en gáfust upp.

Sex ára indverskur strákur er settur aleinn upp í lest og endar sólarhring síðar í stórborg þar sem enginn tekur á móti honum og fólk talar framandi tungumál. Næstu árin er hann umkomulaus og einn í heiminum. Sumir eru honum góðir en hann verður líka fyrir ofbeldi og misnotkun.

Svo er hann sendur yfir hálfan hnöttinn, úr hitanum og mannþrönginni í Kalkútta í snjóinn og fámennið í Þorlákshöfn; úr örbirgð í allsnægtir. Allt í einu á hann foreldra og systkini – en enginn skilur hann og hann skilur engan. Og að ári liðnu er hann aftur einn. Beiskur, sár, ráðvilltur og rótlaus. Rændur tungumáli sínu og menningu. Hann fer til Indlands að leita að fjölskyldu sinni – og finnur hana en ekki svörin sem hann leitaði að.

Hasim Ægir Khan á sér ótrúlega sögu – sögu af hrakningum, höfnun, baráttuvilja og dug. Hann hefði getað endað á ruslahaugunum að eigin sögn en vann þess í stað að lokum í fjölskyldulottóinu. Stundum fara þó afturgöngurnar í höfðinu á stjá og sárin svíða.

 

 

 

Við drögum út einn vinningshafa á morgun, sem fær aðra bókina fyrir sig og hina fyrir þann sem hann taggar.
Það er því snilld að skrifa athugasemd og tagga síðan vinkonu, vin, maka, barn, vinnufélaga eða annan sem þú vilt gleðja með góðri bók.

Þú mátt tagga eins marga og þú vilt, en aðeins einn í hverja athugasemd. Athugið að báðir þurfa að líka við Facebook-síðu Fókus til að eiga möguleika á vinningnum.

Lesa má nánar um Forlagið á heimasíðu þess.

Það eina sem þú þarft að gera til þess að taka þátt í jóladagatalinu okkar í dag er að:
1) Líka við Fókus á Facebook.
2) Líka við Forlagið á Facebook.
3) Skrifa kveðju til okkar í athugasemdakerfinu á Facebook og tagga einn vin sem þú vilt að njóti með þér.

Við drögum á morgun og uppfærum þá þessa frétt með nafni vinningshafa.

Fylgstu með Forlaginu á heimasíðu þeirraFacebook og Instagram.

Uppfært: Vinningshafi 5. desember er

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Í gær

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi