fbpx
Mánudagur 25.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Amma Jökulssona vildi kærasta systur þeirra feigan – Ætlaði sjálf að taka á sig sökina: „Ömmur hafa ekki (alveg) alltaf rétt fyrir sér“

Fókus
Fimmtudaginn 27. desember 2018 20:10

Hrafn Jökulsson, Gunnar Hrafn Kristjánsson (sem leikur Hrafn á yngri árum) og leikstjórinn Garpur Ingason Elísabetarson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í vikunni frumsýndi leikstjórinn Garpur Ingason Elísabetarson stuttmynd sína „Frú Regína“ sem skartar stórleikkonunni Kristbjörgu Kjeld í aðalhlutverki. Myndin er byggð á sönnum atburðum en hún fjallar um þegar langamma Garps, vildi tengdason sinn, Inga Bæringsson, feigan en Ingi var þá ekki að feta beinu brautina í lífinu. Til verksins ætlaði hún að fá dóttursyni sína, Hrafn og Illuga Jökulssyni og ef glæpurinn kæmist upp ætlaði hún sjálf að taka á sig sökina. Blessunarlega leist bræðrunum ekki á ráðabruggið enda hefði leikstjórinn aldrei litið dagsins ljós ef Inga hefði verið komið fyrir kattarnef.

Hrafn Jökulsson fékk að berja myndina augun á frumsýningu hennar og var ánægður með það sem fyrir augu bar ef mið er tekið af færslu hans á Facebook sem ber yfirskriftina „Felumyndirnar í fjölskyldualbúminu: Þegar amma Elísabet Engilráð ætlaði okkur Illuga að myrða Inga Bæringsson, en sjálf ætlaði hún að taka á sig sökina…“

Grípum niður í pistil Hrafns sem er skemmtilegur með afbrigðum.

Ég býst við að þetta sé svona í flestum fjölskyldum: Á einhverju stigi málsins kallar amma til dóttursyni sína, og felur þeim að frelsa systur sína úr óæskilegum félagsskap — með því einfaldlega að myrða viðkomandi. Amma var líklega strangheiðarlegasta kona sem ég hef kynnst, en þarna hafði gamli aðalgjaldkerinn reiknað sig til þeirrar niðurstöðu að eina leiðin til að ,,bjarga“ Ellu Stínu væri að stúta Inga.

Á þeim árum var hann vissulega ekki every mother´s dream: díler og ógurlegur töffari… En altént: Amma fól okkur Illuga útfærsluna, en sjálf tæki hún sökina — ,,mig munar ekkert um nokkur ár í fangelsi, komin á þennan aldur…“ Nú hefur Garpur frændi gert óborganlega stuttmynd uppúr þessari sönnu sögu, sem skartar sjálfri Kristbjörgu Kjeld í aðalhlutverki. — Með hlutverk mitt í myndinni fór hinn ungi og bráðefnilegi Gunnar Hrafn Kristjánsson, hér erum við morðingjarnir með Garpi frænda, leikstjóra og allsherjarsnillingi. Gunnar Hrafn, og aðrir leikarar, náðu fullkomlega að koma persónum sínum til skila; mér fannst ég vera í mínu eigin tímaferðalagi hjá Ævari vísindamanni 

Þessu bráðskemmtilega og vel gerða mynd, er lærdómsrík um margt, þó stutt sé. Meðal annars: Ömmur hafa ekki (alveg) alltaf rétt fyrir sér. Og: Allir verðskulda annað tækifæri, og enn annað. Skömmu eftir að amma skaut á fyrsta herráðsfundinum um hvernig mætti stúta Inga sneri hann við blaðinu, fór í meðferð og hefur nú í áratugi hjálpað ótal ungmennum í vanda. Eðalmenni, og ég þakka guði (en ekki ömmu) fyrir að við Illugi skyldum í þetta eina skipti óhlýðnast henni!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Hildur Eir gefur út Líkn

Hildur Eir gefur út Líkn
Fókus
Í gær

Reynir ætlaði að lesa upp sjúkustu skilaboðin sem hann hefur fengið: Var stoppaður af – „Þetta er alltof gróft“

Reynir ætlaði að lesa upp sjúkustu skilaboðin sem hann hefur fengið: Var stoppaður af – „Þetta er alltof gróft“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslendingur gerði Ólaf Darra „starstruck“: „Þig langar að heilsa og segja takk“

Íslendingur gerði Ólaf Darra „starstruck“: „Þig langar að heilsa og segja takk“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Við erum Kolfinna, Nói og Baldur Ingi

Við erum Kolfinna, Nói og Baldur Ingi