fbpx
Þriðjudagur 19.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Gwyneth gift í annað sinn – Sjáðu brúðkaupsmyndirnar

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 5. nóvember 2018 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Gwyneth Paltrow og framleiðandinn Brad Falchuk giftu sig á heimili Paltrow í New York þann 29. september. Á meðal gesta voru leikkonan Cameron Diaz, sem sá um skipulagningu á gæsapartýinu í Mexíkó, ásamt eiginmanni hennar Benji Madden. Þáttastjórnandinn Jerry Seinfeld, sem sá um æfingakvöldverðinn, leikstjórinn og framleiðandinn Steven Spielberg, leikarinn Rob Lowe, leikkonan Blythe Danner, móðir Paltrow og Iron Man sjálfur, leikarinn Robert Downey Jr.

Hjónin kynntust þegar Paltrow var gestaleikkona í sjónvarpsþáttunum Glee, en Falcuk var meðframleiðandi þeirra. Þau byrjuðu að deita 2014, og opinberuðu trúlofun sína í janúar á þessu ári.

Paltrow á tvo börn úr fyrra hjónabandi með Chris Martin söngvara hljómsveitarinar Coldplay, dótturina Apple 13 ára og soninn Moses 11 ára. Þau skildu árið 2014 eftir tíu ára hjónaband. Falcuk á tvö börn úr fyrra hjónabandi með Suzanne Bukinik.

Myndir úr brúðkaupinu má sjá á síðu Paltrow, The Goop, og á Instagram undir myllumerkinu #TheFaltrows.

Æfingakvöldverður var á föstudagskvöldi og sá argentíski kokkurinn Francis Mallmann um hann, en hann flaug frá Santiago í Chile. Borðhald fór fram undir berum himni.

Á laugardag var síðan stóri dagurinn. Brúðarkjóll Paltrow er frá Valentino og dæturnar klæddust kjólum frá Monique Lhuillier. Brúðguminn og synirnir klæddust Tom Ford.

Fyrsta stefnumót hjónanna var á einum veitingastaða Mario Carbone. Það kom því enginn annar til greina til að sjá um matinn í brúðkaupsveislunni.

Áður en dansinn hófst fór Paltrow og skipti brúðarkjólnum út fyrir Stellu McCartney.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

María og Ingileif opna sig: „Mælikvarðinn á það að vera gott foreldri snýst ekki um að það séu bæði karl og kona á heimilinu”

María og Ingileif opna sig: „Mælikvarðinn á það að vera gott foreldri snýst ekki um að það séu bæði karl og kona á heimilinu”
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ingileif og María vilja útrýma fordómum gegn samkynhneigðum foreldrum – Ræða opinskátt um meðgönguna

Ingileif og María vilja útrýma fordómum gegn samkynhneigðum foreldrum – Ræða opinskátt um meðgönguna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jóhann hefur myndað akstursíþróttir í áratugi

Jóhann hefur myndað akstursíþróttir í áratugi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Frægir Íslendingar á fermingardaginn

Frægir Íslendingar á fermingardaginn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Yfirheyrslan – Sigurður Þ. Ragnarsson: „Ég get orðið fjári reiður ef mér misbýður“

Yfirheyrslan – Sigurður Þ. Ragnarsson: „Ég get orðið fjári reiður ef mér misbýður“
Fókus
Fyrir 3 dögum

5 sem hefðu getað tekið við sem dómsmálaráðherra

5 sem hefðu getað tekið við sem dómsmálaráðherra
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir hjónabandið við Michael Jackson hafa verið blekkingu: „Ég var sú sem sagði við hann: „Ég skal eignast börnin þín“

Segir hjónabandið við Michael Jackson hafa verið blekkingu: „Ég var sú sem sagði við hann: „Ég skal eignast börnin þín“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fókus býður í bíó – Þorir þú á eina umtöluðustu hrollvekju ársins?

Fókus býður í bíó – Þorir þú á eina umtöluðustu hrollvekju ársins?