fbpx
Fimmtudagur 23.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Skissubók full af píkum og brjóstum

Babl.is
Sunnudaginn 18. nóvember 2018 17:00

Gunnhildur og Isabelle

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um daginn lauk samsýningu Gunnhildar Gígju Ingvarsdóttur og Isabelle Bailey í Gallerí Gubb. Sýningin bar titilinn ,,Það sem mig dreymdi í nótt” og eins og nafnið gefur til kynna voru til sýnis draumkennd verk sem dansa línuna á milli raunveruleikans og veruleikans.

Þetta var fyrsta sölusýningin haldin í Gallerí Gubb, sem var stofnað af nokkrum nemendum í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti (FB) fyrr á árinu. Gallerí Gubb er hugsað sem vettvangur fyrir unga listamenn til að koma sér á framfæri og halda sínar fyrstu sýningar. ,,Það er svo mikið af fólki til dæmis hér í skólanum sem myndi vilja sýna verkin sín en hefur engan stað til að sýna. Fyrir utan Gallerí Gubb er það eiginlega bara Hitt Húsið sem býður ungum listamönnum að sýna frítt,” bendir Isabelle á.

Hún segir að það hafi verið erfitt að verðleggja myndirnar sem voru sýndar á sýningunni. ,,Það er alltaf þessi togstreita á milli þess að bera virðingu fyrir vinnunni sem fór í verkin og að vera að stíga sín fyrstu skref og vera óþekkt nafn.”

Þrátt fyrir að Gallerí Gubb sé staðsett í FB þá er sýning stelpnanna ekki hluti af verkefni í skólanum. ,,Það er enginn kennari að hjálpa okkur, þetta er algjörlega sjálfstætt verkefni. Við fáum ekki að vera eins sjálfstæðar í sýningum sem við höldum með skólanum.”

Verk eftir Isabelle, verkið fjallar um óþolinmæði og þolinmæði, hárfínar línur sem tóku langan tíma að verða til og vatnskenndar málningarslettur í bakgrunni.

,,Það sem mig dreymdi í nótt” átti upprunalega að vera einkasýning Gunnhildar, en hún segist hafa verið með of fá verk fyrir sýninguna og bauð þess vegna Isabelle að sýna með henni. ,,Það er líka þægilegra að sýna með einhverjum öðrum, ekki bara einn. Það er innan þægindarammans, sem maður þarf þó einhvern tímann að stíga út fyrir.”

Gunnhildur segir að henni hafi dottið Isabelle strax í hug þegar hún hætti við að halda einkasýningu. ,,Verkin okkar passa mjög vel saman, við notum báðar mikið fíngerðar pennalínur, mynstur og svoleiðis. Verkin hennar eru öll í köldum litum á meðan ég notaði mikið rauða litinn.”

Stelpurnar segja að það hafi ekki verið planið að vinna í mótvæginu á milli kaldra og heitra lita. ,,Við föttuðum það ekki fyrr en við fórum að setja upp, það kom mjög skemmtilega út.”

Hér er nakinn kvenmannslíkami eftir Gunnhildi

Komu verkin á sýningunni úr draumum?

,,Sum þeirra, önnur ekki. Sum voru bara eitthvað sem mér datt í hug þegar ég vaknaði eftir að hafa verið að dreyma,” lýsir Gunnhildur. ,,Ég skrifa stundum niður draumana mína og fæ geðveikt skrýtnar hugmyndir út frá því sem ég get teiknað eða málað. Mér finnst ótrúlega gaman að teikna eitthvað skrýtið sem fólk fattar ekki hvað er.”

Gunnhildur segir að hún sé oft að vinna með hugmyndir um nekt og náttúru, eins og sjá má á málverkum sem héngu uppi á sýningunni. Hún segir að listaverkin í FB séu langt frá því að vera ritskoðuð. ,,Skissubókin mín í lokaáfanganum í myndlist var troðfull af píkum og brjóstum. En áfanginn var það frjálslegur að kennarinn mátti ekki segja neitt. Ég mátti vera með alveg svakaleg verk. Kennararnir eru líka bara mjög opnir fyrir alls konar verkum.”

Gallerí Gubb hefur farið nokkrum sinnum út fyrir ramma hefðbundinna listasýninganna, til dæmis var einu sinni haldin sýning þar sem brjóstsykurskál var á borði og fólk mátti nota bréfin utan af brjóstsykrinum til að líma á striga. Isabelle segir að þátttökuverk séu mjög vinsæl í FB.

Bæði Gunnhildur og Isabelle hafa haft áhuga á list frá því þær voru smábörn. ,,Ég byrjaði þó að taka áhugann alvarlega þegar ég byrjaði í FB,” segir Isabelle. ,,Upprunalega fór ég á listabraut því mig langaði að skapa vídeóverk, en fattaði svo að ég hafði miklu meiri áhuga á að mála og teikna.

,,Þegar ég sagði mömmu og pabba að ég ætlaði að verða listamaður spurðu þau mig hvort ég væri alveg viss” lýsir Gunnhildur. ,,Ég ætti örugglega eftir að verða fátæk í framtíðinni. En þá er það bara þannig. Ég finn út úr því.”

Þó það sé kannski væmið að segja það, þá á maður að fylgja draumum sínum. Það meikar sens,” segir Gunnhildur sem hefur verið staðráðin í að verða listakona frá því hún var í 9. bekk. ,,Ég hef haft áhuga á myndlist frá því ég man eftir mér. Ég byrjaði að teikna áður en ég byrjaði að tala. Eftir að ég ákvað að gerast listakona hef ég aldrei efast um þá ákvörðun, ætlað frekar í bóknám eða eitthvað.

Ég vil bara fá að gera það sem mig langar að gera, ekki það sem samfélagið segir mér að gera.” Það eina sem vafðist fyrir Gunnhildi var val á skóla með listabraut. ,,Svo sagði myndlistakennarinn minn mér að hún hefði verið í FB, þannig ég ákvað bara að sækja um þar. Ég er mjög fegin að ég valdi þennan skóla.”

En hvað ber framtíðin í skauti sér fyrir stelpurnar? Ætla þær að halda sig við Ísland eða fara út fyrir landsteinana? Isabelle segir að listaumhverfið á Íslandi hafi sína kosti og galla, og sama máli gegnir um listaumhverfið annars staðar. ,,Myndlistarheimurinn á Íslandi er mjög sérstakur, á bæði jákvæðan og neikvæðan hátt. Utan frá lítur það þannig út að maður verður að fara í Listaháskóla Íslands til að geta myndað tengsl við rétta fólkið. En ég veit svo sem ekki hvernig það er.”

Gunnhildur er staðráðin í að fara út í nám. ,,,Mig langar í gráðu í stúdíó-list í fagurlistum (fine arts) og fara svo að búa til tattú. Það er draumurinn minn og ég ætla mér að fylgja honum. Mig langar mjög mikið að fara að húðflúra.”

Hér má sjá myndir stelpnanna sem voru birtar á sýningunni.

Hægt er að fylgjast með hvað stelpurnar gera í framtíðinni á Instagram síðum þeirra.

Instagram Isabelle.

Instagram Gunnhildur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Við vorum ekki búnir undir frægðina“

„Við vorum ekki búnir undir frægðina“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín Edda gekk fram á Karl Bretaprins í London: „Með eyrun og allt saman“

Katrín Edda gekk fram á Karl Bretaprins í London: „Með eyrun og allt saman“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég varð mjög fegin þegar ég sá nýjan dag byrja“

„Ég varð mjög fegin þegar ég sá nýjan dag byrja“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skagfirskur galdramaður

Skagfirskur galdramaður