fbpx
Laugardagur 23.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Vinkonuhópur klæðir sig í mismunandi gervi sama leikara á hrekkjavöku – Útkoman er frábær!

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 22. október 2018 19:00

2018 Tom Hanks: Toy Story, Castaway, Apollo 13, Forrest Gump, Big, David S. Pumpkins (SNL), A League of Their Own

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er alltaf gaman í góðra vin(kvenn)ahópi og það á svo sannarlega við um Jamie Bell, Auburn Salcedo og fimm vinkonur þeirra sem á hverju ári klæða sig upp í gervi frægs leikara á hrekkjavökunni.

Vinátta þeirra byrjaði fyrir átta árum síðan þegar þær voru ráðnar til vinnu á auglýsingastofu, segir Bell í viðtali við Bored Panda. „Yfirmaður okkar var alveg ómögulegur og andrúmsloftið var svo þrúgandi að við hættum allar á tveggja vikna tímabili og höfum verið bestu vinkonur síðan.

Fyrsti búningurinn var enginn hausverkur, heldur bara eitthvað sem gerðist hreinlega. „Við ofhugsuðum þetta ekkert, heldur fannst bara eðlilegt að vinkonuhópur myndi gera þetta.

 

2018 Tom Hanks: Toy Story, Castaway, Apollo 13, Forrest Gump, Big, David S. Pumpkins (SNL), A League of Their Own

Sama á við um valið á leikaranum hvert og eitt ár, það gerist bara mjög eðlilega. „Við gerum bara stutta skoðanakönnun daginn eftir Hrekkjavöku, hver á að vera næstum og eru fljótar að komast að hver er uppáhalds okkar allra.“

Þegar þær eru búnar að velja leikara, velja þær næst þá karaktera sem viðkomandi hefur leikið. „Við erum með plan fyrir næstu 25 ár hver fær að velja sinn karakter fyrst og svo koll af kolli. Við munum halda þessu áfram þar til við komumst í þáttinn til Ellen. Það gæti tekið áratugi!“

2016 Bill Murrays: Garfield, Space Jam, Caddyshack, The Life Aquatic, Ghostbusters, Kingpin, What About Bob?

Segir Auburn marga hafa spurt um myndina frá 2015, „já ég er photo-shoppuð inn á hana. Ég var viðstödd myndatökuna í fullu gervi, andlitsmálning og allt, en ef satt skal segja þá var hún hræðileg. Börn fengu martraðir. Til að bjarga geðheilsu fólks, þá photoshoppaði ég mig inn á myndina án andlitsgervisins.“

2015 Robin Williams: Mrs. Doubtfire, Mork, Jumanji, Popeye, Hook, Aladdin, The Birdcage
2014 Will Ferrells: Elf, Blades of Glory, Zoolander, Anchorman, Night at the Roxbury, Semi-Pro, Talladega Nights

2017 þá var vinkonuhópurinn staddur í fjórum borgum og því var ekki hægt að smella af hópmynd. „Við lofuðum því að það myndi aldrei gerast aftur!“

2013 Jim Carreys: Mr. Popper’s Penguins, Dumb & Dumber, The Cable Guy, The Mask, The Grinch, Ace Ventura, Batman Forever
2012 Johnny Depp: Fear and Loathing, Pirates of the Caribbean, Alice in Wonderland, Sweeney Todd, Cry Baby, Edward Scissorhands, Charlie and the Chocolate Factory
Svona líta þær út dags daglega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingar völdu bestu elskhuga Íslands: „Það var mikil kynorka á Kaffibarnum á þessum tíma“

Sérfræðingar völdu bestu elskhuga Íslands: „Það var mikil kynorka á Kaffibarnum á þessum tíma“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sigurður Árni með mikilvæg skilaboð: „Minning um rosalegan þjófnað hefur sótt á mig síðustu daga“

Sigurður Árni með mikilvæg skilaboð: „Minning um rosalegan þjófnað hefur sótt á mig síðustu daga“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslendingur gerði Ólaf Darra „starstruck“: „Þig langar að heilsa og segja takk“

Íslendingur gerði Ólaf Darra „starstruck“: „Þig langar að heilsa og segja takk“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Við erum Kolfinna, Nói og Baldur Ingi

Við erum Kolfinna, Nói og Baldur Ingi