fbpx
Miðvikudagur 18.júní 2025
Eyjan

Orðið á götunni: Þyrnirósir vakna

Eyjan
Þriðjudaginn 20. maí 2025 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, er komin til starfa að nýju í þinginu eftir tveggja vikna leyfi frá störfum. Fjarvera hennar vakti athygli á meðan mesta ágreiningsmál ársins var í harðri umræðu. Hún hafði sínar fjölskylduaðstæður fyrir að því að fagna útskrift með barni erlendis. Margir líta svo á að Guðrún hafi sýnt viss klókindi með því að vera fjarverandi á meðan stjórnarandstaðan afhjúpaði sig í veiðigjaldamálinu.

Orðið á götunni er að sjaldan hafi risið verið lægra á stjórnarandstöðu á Íslandi en í umræðu um veiðigjaldamálið. Haldið var uppi barnalegu málþófi og leiknir nokkrir tafaleikir, nýir og gamlir. Ekki var mikill stíll yfir þeim stjórnarandstöðuþingmönnum sem létu mest fyrir sér fara í þessari umræðu og þá er átt við Hildi Sverrisdóttur, sem skaðar Sjálfstæðisflokkinn í hvert sinn sem hún birtist opinberlega, Bergþór Ólason, best þekktur sem sá orðljótasti er hann og félagar sátu að sumbli á Klausturbar en áttu að vera inni í þingsal að afgreiða lög, og loks Sigríði Andersen, hinn brottrekna ráðherra úr vinstri stjórninni sálugu.

Þegar Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, birtist loks í þinginu lét hún til sín taka og óskaði eftir því að vandræðamálin öll frá hruntímanum yrðu nú gerð upp og vildi skipa nefnd. Mikið hefur gengið á vegna þessara mála í kjölfar uppljóstrana. Dómsmálaráðherra hefur þegar sett málið í margvíslegan farveg sem mun taka á öllu sem þarf til að leiða í ljós varðandi það sem afvega fór innan stjórnsýslunnar. Tillaga Guðrúnar gekk út á svipað en gekk ekki nærri eins langt og það sem ráðherra hefur þegar sett í réttan farveg.

Orðið á götunni er að það hafi verið býsna vandræðalegt þegar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, benti formanni Sjálfstæðisflokksins á að málið hafi verið til umfjöllunar í þinginu og væri ljóst þeim sem fylgdust með. Guðrún var fjarverandi. Núverandi dómsmálaráðherra er sá fyrsti um nokkurt skeið sem hefur mikilvæga þekkingu á málaflokknum en hún er menntaður lögfræðingur bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum og starfaði innan kerfisins áður en hún tók sæti á Alþingi og varð síðar ráðherra.

Önnur Þyrnirós vaknaði einnig í þinginu í byrjun þessarar viku. Þar er um að ræða Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, fyrrverandi tilvonandi formann Sjálfstæðisflokksins, sem tapaði kosningunni á landsfundi í lok febrúar sl. Síðan hefur lítið farið fyrir henni. Hermt er að hún hafi haft viðveru á Alþingi að meðaltali einn dag í viku frá því hún tapaði formannskosningunni. Sé það rétt er það út af fyrir sig alvarlegt mál. En hún hefur nú tilkynnt brottför sína af Alþingi til náms í Bandaríkjunum.

En þegar hún tók loks til máls á Alþingi beindi hún fyrirspurn til forsætisráðherra um „enn frekari skattahækkanir“ og orðaði spurningu sína einnig svo smekklega … „hvaða atvinnugrein liggur næst við höggi.“

Annað hvort hefur Áslaug Arna ekki verið að fylgjast með frá því að hún tapaði formannskosningunni í lok febrúar sl. eða þá reynir hún að halda fram fölskum áróðri um árásir á atvinnulífið. Vitanlega er hún fóðruð vel frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi sem tala um frádráttarbæra kostnaðarhækkun sem skatt, sem er fráleitt. Áslaug Arna ætti að vita betur. Ef ekki ætti það að vera henni alvarlegt áhyggjuefni.

Orðið á götunni er að svanasöngur Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur í stjórnmálum á Íslandi sé nú hafinn en hún hyggur senn á flutning til Bandaríkjanna.

Þegar stjórnmálamaður rennur af hólmi er ólíklegt að hann eigi afturkvæmt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Froðusnakkar, orð að sönnu – stjórnarandstaðan velur sér nafn

Svarthöfði skrifar: Froðusnakkar, orð að sönnu – stjórnarandstaðan velur sér nafn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Haukur segir ríkið skulda borginni fyrir flugvöllinn

Haukur segir ríkið skulda borginni fyrir flugvöllinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir það blasa við að „samstöðudans stjórnarmeirihlutans“ sé sérlega stirður milli tveggja flokka

Segir það blasa við að „samstöðudans stjórnarmeirihlutans“ sé sérlega stirður milli tveggja flokka
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Grínverjinn og skautunin

Ágúst Borgþór skrifar: Grínverjinn og skautunin
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Þráin eftir Trump

Óttar Guðmundsson skrifar: Þráin eftir Trump
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Skrítin skilaboð frá seðlabankastjóra á óvissutímum

Svarthöfði skrifar: Skrítin skilaboð frá seðlabankastjóra á óvissutímum