fbpx
Föstudagur 21.mars 2025
Eyjan

Orðið á götunni: Áslaug Arna: flokkurinn missti talsamband við fólk – gleymdi launþegum, íþróttum og atvinnulífinu

Eyjan
Laugardaginn 15. febrúar 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjálfstæðisflokkurinn missti talsamband við fólk, sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir í samtali við Ólaf Arnarson í hlaðvarpi Eyjunnar. Hún er í framboði til formanns í flokknum á landsfundi í lok þessa mánaðar. Það er skiljanlegt að frambjóðandinn vilji reyna að skilgreina vanda flokksins, sem hefur fallið í fylgi úr 36 prósentum niður í 21 prósent, frá því fráfarandi formaður tók við völdum.

Orðið á götunni er að Áslaug Arna hafi gert sér ljóst að flokkur hennar hefur „gleymt“ þeim lykilhópum sem tryggðu honum yfirburðafylgi á árum áður. Hún átti sig nú á því að flokkurinn hefur engin tengsl við launþegahreyfinguna, íþróttahreyfinguna eða hið raunverulega atvinnulíf. „Talsambandið“ er ekkert við þessa mikilvægu hópa. Því fór sem fór.

Aðeins þarf að líta fáeina áratugi aftur í tímann til að finna í forystu Sjálfstæðisflokksins mikilvæga fulltrúar allra þessara hópa sem „talsambandið“ hefur nú rofnað við.

Dæmi:

Í forystu launþegahreyfingarinnar voru þá Sjálfstæðismenn á borð við Guðmund H. Garðarsson, Pétur Sigurðsson, Björn Þórhallsson, Guðmund Hallvarðsson, Magnús L. Sveinsson og Hilmar Guðlaugsson, svo einhverjir séu nefndir.

Af forystumönnum í íþróttahreyfingunni mætti nefna Albert Guðmundsson, Úlfar Þórðarson, Gísla Halldórsson, Júlíus Hafstein, Svein Björnsson, Ellert B. Schram og fleiri, að ógleymdum skátahöfðingjanum Páli Gíslasyni sem var lengi borgarfulltrúi flokksins með fullu starfi sínu sem yfirlæknir á skurðdeild Landsspítala Íslands.

Úr raunverulegu atvinnulífi komu til forystu í Sjálfstæðisflokknum menn á borð við Geir Hallgrímsson, Albert Guðmundsson og Einar Oddur Kristjánsson.

Og hvað svo?

Orðið á götunni er að Áslaug Arna verði að horfast augu við það að hún er fulltrúi þeirra sem hafa einungis valdið á bak við sig. „Talsambandið“ náist ekki á ný – ekki að óbreyttu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Runólfur Ólafsson: Komið að skuldadögum – einkabíllinn niðurgreiðir þungaflutninga á þjóðvegunum

Runólfur Ólafsson: Komið að skuldadögum – einkabíllinn niðurgreiðir þungaflutninga á þjóðvegunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Trúir og treystir forsætisráðherra Trump og hans liði virkilega!?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Trúir og treystir forsætisráðherra Trump og hans liði virkilega!?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Frelsið mitt og frelsið þitt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Frelsið mitt og frelsið þitt?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar er sáttur við fækkun ráðuneyta – Ástæðan er augljós

Sigmar er sáttur við fækkun ráðuneyta – Ástæðan er augljós