fbpx
Fimmtudagur 02.desember 2021
Eyjan

„Sjálfstæðisflokkurinn er kominn mikið, mikið lengra til vinstri en fyrir tíu eða tuttugu árum“

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 21. september 2021 21:30

Valhöll. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meðlimir þriggja helstu flokkana sem eru kenndir við hægristefnu hér á landi voru gestir í kosningaþætti Hringbrautar í kvöld. Það voru þau Óli Björn Kárason fyrir Sjálfstæðisflokkinn, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir fyrir Viðreisn og Karl Gauti Hjaltason fyrir Miðflokkinn.

Í þættinum spurði Sigmundur Ernir Rúnarsson þáttastjórnandi hann Óla Björn hvort að Sjálfstæðisflokkurinn væri í raun hefðbundinn krataflokkur, og hann sagði svo vera í ákveðnum skilningi.

Í kjölfarið talaði Óli um að það væri sjálfsagt að hér væri almannatryggingakerfi og að fólk ætti rétt á að fá hjálp í ákveðnum aðstæðum. Það varð til þess að Karl Gauti greip fram í: „Þessir flokkar eru allir á leiðinni til vinstri.“ sagði hann og bætti svo við: „Þess vegna lítið þið út fyrir að vera hægri flokkur.“

Þetta varð til þess að Óli Björn spurði Karl Gauta hvort hann væri ósammála einhverju sem hann hefði sagt þar á undan. „Nei, alls ekki, þið eruð bara að færast lengra til vinstri,“ svaraði Karl og stuttu seinna sagði hann „Þið eruð að færast til vinstri, þú varst að viðurkenna það.“

Óli svaraði með spurningu: „Ef þú ert sammála öllu sem ég segi, hvernig er þá hægt að halda því fram?“

„Sjálfstæðisflokkurinn er kominn mikið, mikið lengra til vinstri en fyrir tíu eða tuttugu árum. Þetta er augljóst Óli Björn. Þið eruð að kannski búnir að taka við hlutverki kratana, þeir voru heimilislausir.“ var svar Karls Gauta.

Í kjölfarið benti Óli á að Miðflokkurinn hafi ekki stutt tillögur Sjálfstæðisflokksins um skattalækkanir.

Þá fékk Þorbjörg Sigríður orðið og setti út á tal Sjálfstæðisflokksins um skattalækkanir og vitnaði í tölur frá OECD þess efnis að skattar hefði ekki lækkað hér á landi.

„Skattar á Íslandi eru háir. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið með fjármálaráðuneytið að mestum hluta frá árinu 1995. Þetta er niðurstaðan,“ sagði hún og bætti svo við henni þætti Viðreisn vera heilbrigðari hægri flokkur en Sjálfstæðisflokkurinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhanna gáttuð á ráðherrakaplinum og að VG hafi gefið eftir umhverfið og loftið – Fjölgun ráðuneyta í ósamræmi við hrunskýrsluna

Jóhanna gáttuð á ráðherrakaplinum og að VG hafi gefið eftir umhverfið og loftið – Fjölgun ráðuneyta í ósamræmi við hrunskýrsluna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orri Páll verður formaður þingflokks VG

Orri Páll verður formaður þingflokks VG