fbpx
Mánudagur 19.apríl 2021
Eyjan

55 milljarða fjárlagaauki – Að mestu vegna heimsfaraldursins

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 10. desember 2020 07:55

Alþingi kemur saman í dag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til að útgjöld ríkisins hækki um 55 milljarða frá því sem áður hafði verið samþykkt. Þyngst vega 19,8 milljarðar í viðspyrnustyrki vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar og 6 milljarðar vegna framlengingar á hlutabótaleið.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að einnig sé lagt til að 1,3 milljörðum verði varið til fjölgunar hjúkrunarrýma og að sóttvarnalæknir fái sömu upphæð til að kaupa bóluefni gegn COVID-19 á næsta ári.

Kúabændur eiga að fá 242,5 milljónir og sauðfjárbændur 727,5 milljónir vegna áhrifa heimsfaraldursins. Þetta er vegna fækkunar ferðamanna sem aftur hefur valdið minni eftirspurn eftir afurðum bænda en fækkunin jafngildir því að neytendum hafi fækkað um rúmlega 30.000.

Tæplega 200 milljónum verður varið til öryggis- og varnarmála vegna netöryggismála. Persónuvernd og Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra fá 25 milljónir vegna samstarfsverkefnis um þjónustuver á Húsavík. Umboðsmaður Alþingis fær 17 milljónir vegna frumkvæðisathugana og launaðs leyfis umboðsmanns.

Sóknargjöld hækka um 100 krónur og verða 1.080 krónur. Framlög vegna endurhæfingarlífeyris hækka um 2,6 milljarða vegna fjölgunar endurhæfingarlífeyrisþega en þeim hefur fjölgað um 25%.

Ferðakostnaður ráðuneyta og stofnana lækkaði um 1,8 milljarða á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við síðasta ár og er því lagt til að framlög vegna ferðalaga lækki um 2 milljarða á næsta ári. Einnig er lagt til að 5 milljarðar verði settir í almennan varasjóð til að mæta óvæntum útgjöldum vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar á næsta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt