fbpx
Föstudagur 10.júlí 2020
Eyjan

Þetta er stærðfræðiformúlan sem yfirvöld notast við í sóttvarnaraðgerðum sínum

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 26. mars 2020 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þríeykið Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Alma Möller landlæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, sem stýra aðgerðum yfirvalda í baráttunni gegn Covid-19, útskýra ástæðurnar á bak við ákvarðanir sínar í grein í Morgunblaðinu í dag, ásamt Haraldi Briem, fyrrverandi sóttvarnalækni.

Aðgerðir þeirra hafa mætt gagnrýni sumra, til dæmis er leiðari Morgunblaðsins í dag gagnrýni á ákvarðanir þeirra varðandi skólahald barna, en ekki er talin ástæða til að loka skólum að þessu sinni. Þá vilja sumir læknar loka landshlutum, en það mun aðeins verða til þess að faraldurinn blossi upp síðar, að mati stjórnvalda.

Stærðfræðin að baki smitvörnum

Í greininni er gróf tímalína rakin á upphafi faraldursins og útskýrt hvað liggi á bakvið aðgerðirnar gegn frekari útbreiðslu veirunnar.

Þar spilar stærðfræði stóra rullu:

  • „Aðgerðir hingað til hafa miðast við draga sem mest úr úr­breiðslu far­sótt­ar­inn­ar hér á landi og hægja á far­aldr­in­um með það fyr­ir aug­um að heil­brigðis­kerfið geti sinnt sjúk­um á hverj­um tíma. Útbreiðsla COVID-19 er tal­in lúta út­breiðslu­töl­unni Ro=2,5 sem merk­ir að hver smit­andi ein­stak­ling­ur smiti að meðaltali 2,5 aðra í næmri hjörð. Ef Ro er 1 verður eng­in út­breiðsla á far­aldr­in­um.“
  • „Ef Ro er <1 fjar­ar far­ald­ur­inn út. Aðgerðir sem miðast við að finna ann­ars veg­ar smitaða ein­stak­linga og ein­angra þá og hins veg­ar að setja þá sem hafa verið í nán­um tengsl­um við smitaða en eru ein­kenna­laus­ir í sótt­kví eru til þess falln­ar að draga úr smitlík­um og lækka þar með Ro. Fé­lags­leg­ar aðgerðir sem miða að því að halda fólki frá hvert öðru (social dist­anc­ing) miða einnig að því að lækka Ro.“
  • „Sam­bandið á milli út­breiðslu­töl­unn­ar Ro og hjarðónæm­is (H) er at­hygl­is­vert (H=1-1/​Ro). Ef út­breiðslutal­an er 2,5 þarf 60% þjóðar­inn­ar að verða með ónæmi (mót­efni) til að far­ald­ur­inn stöðvist. Tak­ist að lækka Ro dreg­ur um­tals­vert úr hlut­falli þeirra sem þurfa að hafa ónæmi í sam­fé­lag­inu til að far­ald­ur­inn stöðvist.“

Virðist vera að ganga upp

Fjórmenningarnir nefna síðan að aðgerðirnar, sem sumum virðist fyrirmunað að skilja, virðist vera að virka, þegar rýnt er í tölfræðina:

„Þegar ár­ang­ur of­an­greindra aðgerða er met­inn þrem­ur vik­um eft­ir upp­haf far­ald­urs­ins hér á landi þá kem­ur í ljós að hlut­falls­leg aukn­ing sjúk­dóms­ins hér á landi á hverj­um degi er ein sú minnsta í Evr­ópu. Einnig er vert að benda á að um helm­ing­ur allra nýrra smita sem hér grein­ast eru hjá ein­stak­ling­um sem verið hafa í sótt­kví. Þetta sýn­ir að komið hef­ur verið í veg fyr­ir fjölda nýrra smita og að aðgerðir hér hafi skilað um­tals­verðum ár­angri.

Stöðug upp­lýs­inga­gjöf þar sem all­ar staðreynd­ir eru uppi á borðum og öll gögn aðgengi­leg al­menn­ingi er grunn­ur að því trausti á aðgerðum sem þarf til að þær verði ár­ang­urs­rík­ar. Reiknilík­an sem notað er til að meta þróun COVID-far­ald­urs­ins er opið öll­um á slóðinni www.covid.hi.is.“

Nýjasta spáin

Helstu niðurstöður spálíkansins með gögnum til og með 24. mars eru eftirfarandi:

  • Gert er ráð fyrir því að á meðan faraldurinn gengur yfir muni rúmlega 1500 manns á Íslandi verið greindir með COVID-19, en talan gæti náð nær 2300 manns skv. svartsýnustu spá.
  • Gert er ráð fyrir að fjöldi greindra einstaklinga með virkan sjúkdóm nái hámarki í fyrstu viku apríl og verði sennilega um 1200 manns, en gæti náð 1600 manns skv. svartsýnustu spá.
  • Gert er ráð fyrir að á meðan að faraldurinn gengur yfir muni rúmlega 100 manns þarfnast innlagnar á sjúkrahúsi, en gæti náð hátt í 160 manns skv. svartsýnustu spá.
  • Mesta álag á heilbrigðisþjónustu vegna sjúkrahúsinnlagna verður fyrir miðjan apríl en þá er gert ráð fyrir að tæplega 60 einstaklingar geti verið inniliggjandi á sama tíma, en svartsýnasta spá er 80 einstaklingar.
  • Gert er ráð fyrir því að á tíma faraldursins muni um 13 einstaklingar veikjast alvarlega, þ.e. þurfa innlögn á gjörgæslu, á tímabilinu en svartsýnasta spá er 23 einstaklingar.
  • Mesta álag á gjörgæsludeildir gæti orðið í annarri viku apríl, en þá er búist við því að 5 manns liggi þar inni á sama tíma, en samkvæmt svartsýnustu spá gætu það verið 11 manns.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kennir Sjálfstæðisflokknum um Káraklúðrið

Kennir Sjálfstæðisflokknum um Káraklúðrið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Fangelsinu á Akureyri lokað til að nýta peningana betur annars staðar

Fangelsinu á Akureyri lokað til að nýta peningana betur annars staðar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Pútín birti grein í Morgunblaðinu

Pútín birti grein í Morgunblaðinu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skera verður niður óþarfa kostnað vegna Covid-19 kreppunnar

Skera verður niður óþarfa kostnað vegna Covid-19 kreppunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar vill svör – „Á meðan þingheimur sleikir sólina sleikir þjóðin sárin“

Ragnar vill svör – „Á meðan þingheimur sleikir sólina sleikir þjóðin sárin“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dvínandi stuðningur við ríkisstjórnina en þó meirihluti

Dvínandi stuðningur við ríkisstjórnina en þó meirihluti