fbpx
Laugardagur 15.maí 2021
Eyjan

Dagur borgarstjóri svarar fyrir VIP miðana: „Óvenju villandi og röng framsetning“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 17. júlí 2019 10:46

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Mynd:DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Skrif sem sett voru fram á vef Hringbrautar síðdegis í gær virðast hafa farið víða. Þar sagði í fyrirsögn að ég hefði þegið miða á tónlistarhátíðina Secret Solstice fyrir tæpa hálfa milljón! Ég er nú ýmsu vanur en verð þó að segja að þetta finnst mér óvenju villandi og röng framsetning þar sem viljandi er verið að gera hluti tortryggilega.“

Svo ritar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í gær á Facebook. Hann segir að slík framsetning sé út í hött og undrast hvaða tilgangi fréttaskrifin þjóna og spyr úr hvaða átt þau komi. Þá gerir hann kröfu um að rétt sé farið með í fréttaskrifum:

„En úr hvaða átt koma þá skrif Hringbrautar? Jú, í því skyni að gera þessa heimsókn mína á hátíðina tortryggilega leggur Hringbraut þessi listamanna-armbönd að jöfnu við svo kallaða Óðins-miða sem mér skilst að hafi verið dýrustu miðarnir sem hægt var að kaupa inn á hátíðina. Slíkir miðar kostuðu sannarlega á annað hundrað þúsund krónur og giltu fyrir aðgang að öllu svæðinu, ásamt öllum þeim mat og drykk sem viðkomandi gat í sig látið á allri þriggja daga hátíðinni. Þetta er auðvitað gróflega villandi og rangt. Að blanda þessum listamannaarmböndum sem notuð voru til að komst um svæðið eitt kvöld saman við allt aðra og dýrustu miðana á þriggja daga hátið er ekki bara hæpið heldur út í hött. Mér finnst sjálfsagt að gera ríkar kröfur til stjórnmálamanna en það hlýtur líka að vera hægt að gera þá lágmarkskröfu að rétt sé farið með í skrifum um þeirra störf, rétt einsog í allri annarri umræðu.“

Aðstandendur hátíðarinnar sögðu í gær að fréttaflutningurinn um gjafamiðana væri villandi og alrangt væri að jafna aðgangi borgarstjóra að hátíðinni við lúxusaðganginn Óðinsmiða enda hafi borgarstjóri fengið aðgang sem ekki sé ætlaður til almennrar sölu, til að sinna eftirlitshlutverki sínu, en öllum borgarfulltrúum bauðst slíkur miði, en ekki allir þáðu. Í yfirlýsingu forsvarsmanna hátíðarinnar er fordæmt að Hringbraut hafi verðlagt miða borgarstjóra við aðra tegund af VIP miðum, þar sem miðar til kjörinna fulltrúa hafi ekki verið í almennri sölu.

Ber að skrá gjafir í hagsmunaskráningu

Í yfirlýsingu sinni víkur Dagur hvergi að hagsmunaskráningu sinni á miðanum, en líkt og bent er á í frétt Hringbrautar ber kjörnum fulltrúum að skrá allar gjafir yfir verðmæti 50 þúsund króna, uppruna þeirra, gefanda, tilefni og tímasetningu.

Samkvæmt hagsmunaskrá Dags hefur enn ekkert verið skráð undir liðnum gjafir, en um hagsmunaskráningu segir meðal annars:

„Ennfremur skal skráður fjárhagslegur stuðningur í formi afsláttar af markaðsverði og annars konar ívilnunar að verðmæti meira en 50 þ.kr. sem ætla má að sé veittur vegna setu í borgarstjórn.“

Sjá einnig: Dagur fékk VIP miða á Secret Solstice fyrir tæplega hálfa milljón

Sjá einnig: Forsvarsmenn Secret Solstice segja fréttaflutning um gjafamiða borgarstjóra vera villandi

Færsla Dags í heild sinni:

Skrif sem sett voru fram á vef Hringbrautar síðdegis í gær virðast hafa farið víða. Þar sagði í fyrirsögn að ég hefði þegið miða á tónlistarhátíðina Secret Solstice fyrir tæpa hálfa milljón! Ég er nú ýmsu vanur en verð þó að segja að þetta finnst mér óvenju villandi og röng framsetning þar sem viljandi er verið að gera hluti tortryggilega.

Ég var sum sé á ættarmóti Solstice-helgina (amma Heiða hefði orðið 100 ára fyrr á árinu og afi Gunnar hefði átt afmæli 23. júní) og bjóst alls ekki við að komast. Eftir að við komum í bæinn síðdegis á sunnudegi ákvað ég hins vegar að líta við á hátíðinni þetta síðasta kvöld hennar. Ekki síst þar sem margir höfðu lýst áhyggjum af framkvæmdinni áður en hún var haldin. Pétur aðstoðarmaður minn heyrði því í skipuleggjendum sem hittu mig í hliðinu. Við fengum listamanna-armbönd, sannarlega ekki vegna trompet-ferils míns í lúðrasveit Árbæjar og Breiðholts heldur til þess að við gætum farið um allt svæði, líka baksviðs.

Framkvæmdastjóri hátíðarinnar tók vel á móti mér og leiddi mig um svæðið og sýndi mér skipulag og fyrirkomulag sem var satt best að segja mjög metnaðarfullt. Og það var sannarlega athugað af öryggisgæslunni að armbandið væri til staðar þegar við fórum milli ólíkra svæða hátíðarinnar. Listamanna-armböndin veittu þennan aðgang – en voru ekki til sölu. Þau var alls ekki hægt að kaupa. Hvað þá fyrir hálfa milljón. Ég var ánægður að hafa farið þótt aðeins hafi rignt. Fulltrúum lögreglu, slökkviliðs og félagsmiðstöðvastarfsfólki sem ég rakst á á röltinu bar saman um að hátíðin hefði farið vel fram og verið til fyrirmyndar.

En úr hvaða átt koma þá skrif Hringbrautar? Jú, í því skyni að gera þessa heimsókn mína á hátíðina tortryggilega leggur Hringbraut þessi listamanna-armbönd að jöfnu við svo kallaða Óðins-miða sem mér skilst að hafi verið dýrustu miðarnir sem hægt var að kaupa inn á hátíðina. Slíkir miðar kostuðu sannarlega á annað hundrað þúsund krónur og giltu fyrir aðgang að öllu svæðinu, ásamt öllum þeim mat og drykk sem viðkomandi gat í sig látið á allri þriggja daga hátíðinni. Þetta er auðvitað gróflega villandi og rangt. Að blanda þessum listamannaarmböndum sem notuð voru til að komst um svæðið eitt kvöld saman við allt aðra og dýrustu miðana á þriggja daga hátið er ekki bara hæpið heldur út í hött. Mér finnst sjálfsagt að gera ríkar kröfur til stjórnmálamanna en það hlýtur líka að vera hægt að gera þá lágmarkskröfu að rétt sé farið með í skrifum um þeirra störf, rétt einsog í allri annarri umræðu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Arnar segir að hér ríki gervifrjálslyndi og þrengt sé að frelsi fólks

Arnar segir að hér ríki gervifrjálslyndi og þrengt sé að frelsi fólks
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dóttir Guðbrands hefur fengið hótanir og ljót skilaboð vegna baráttu sinnar gegn kynferðisofbeldi

Dóttir Guðbrands hefur fengið hótanir og ljót skilaboð vegna baráttu sinnar gegn kynferðisofbeldi
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Atli Þór Fanndal – Í stríði gegn spillingu – „Þegar ég heyrði fyrst af þessu hristi ég bara höfuðið“

Atli Þór Fanndal – Í stríði gegn spillingu – „Þegar ég heyrði fyrst af þessu hristi ég bara höfuðið“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur bar félag sitt saman við Eflingu og fleiri – Betri kjör í öllum liðum

Vilhjálmur bar félag sitt saman við Eflingu og fleiri – Betri kjör í öllum liðum