Enn fannst mygla í Fossvogsskóla – Upplýsingum um það haldið frá foreldrum
FréttirÞrátt fyrir að ráðist hafi verið í miklar endurbætur á húsnæði Fossvogsskóla finnst mygla þar enn. Þetta kemur fram í niðurstöður greiningar Náttúrufræðistofnunar Íslands á sýnum sem voru tekin í húsnæðinu þann 16. desember síðastliðinn. Upplýsingum um þetta hefur að sögn verið haldið frá foreldrum barna í skólanum. Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að Lesa meira
Reykjavíkurborg býst við 35% aukningu á umsóknum um fjárhagsaðstoð á milli ára
EyjanFrá janúar til nóvember á síðasta ári fengu 2.460 manns fjárhagsaðstoð til framfærslu hjá Reykjavíkurborg. Á sama tíma árið 2019 var fjöldinn 2.125. Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag og vísar í svar Hólmfríðar Helgu Sigurðardóttur, upplýsingafulltrúa velferðarsviðs borgarinnar, við fyrirspurn blaðsins. Fram kemur að reiknað sé með að margir atvinnulausir einstaklingar muni missa bótarétt Lesa meira
Versnandi lánskjör Reykjavíkurborgar – „Við munum borga miklu hærri vexti af Covid-hallanum en flest önnur ríki“
EyjanÍ gær var niðurstaða úr skuldabréfaútboði Reykjavíkurborgar kynnt. Borgin tók tilboðum upp á rúmlega 3,8 milljarða króna að nafnvirði. Um er að ræða grænan skuldabréfaflokka og er ávöxtunarkrafa hans 4,5%. Þetta eru töluvert lakari kjör en borgin fékk í skuldabréfaútboði í maí en þá var tilboðum upp á 2,6 milljarða tekið og var ávöxtunarkrafan þá 2,99%. Morgunblaðið Lesa meira
Gera ráð fyrir 11 milljarða halla á rekstri borgarinnar á næsta ári
EyjanDagur B. Eggertsson, borgarstjóri, mælti fyrir fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár í gær. Fram kom að borgin hyggist ráðast í fjárfestingar upp á 175 milljarða á næstu þremur árum, meðal annars í íbúðauppbyggingar og byggingu íþróttamannvirkja. Gert er ráð fyrir að hallarekstur A-hluta borgarsjóðs verði 11,3 milljarðar á næsta ári. Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Lesa meira
Gagnrýna styrktarsamning Reykjavíkurborgar við RÚV
FréttirSamtök iðnaðarins gagnrýna samning Reykjavíkurborgar og RÚV um samstarfsverkefnið UngRÚV harðlega. Segja samtökin að þarna sé stjórnvald að styrkja opinbert fyrirtæki sem njóti nú þegar hárra framlaga af opinberu fé. Einnig hafa vaknað spurningar um form greiðslnanna þar sem borgin greiðir RÚV með styrkjum í stað þess að greiða samkvæmt þjónustusamningi, sundurliðuðum eftir því hvort um samkeppnisrekstur er að Lesa meira
Kæra útboð borgarinnar á uppsetningu hleðslustöðva
EyjanÍsorka hefur kært útboð á uppsetningu hleðslustöðva fyrir rafbíla í Reykjavík til kærunefndar útboðsmála. Ísorka bauð 25,5 milljónir króna í verkið en Orka Náttúrunnar bauð borginni 113.000 krónur fyrir að fá að setja hleðslustöðvarnar upp. Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að Ísorka fari fram á að ákvörðun Umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar um að taka Lesa meira
Hörður gagnrýnir fjármálastjórn borgarstjórnarmeirihlutans – „Heimatilbúinn vandi“
EyjanRíkissjóður stendur ágætlega og því er hægt að beita honum nú í heimsfaraldri kórónuveirunnar til að vinna gegn neikvæðum efnahagslegum áhrifum faraldursins. Meðal annars er hægt að auka opinberar fjárfestingar og styðja við heimili og fyrirtæki. En þetta er ekki ávísun á að hægt sé að umgangast ríkissjóð eins og opinn bar. Þetta segir í Lesa meira
Borgin greiddi 1,2 milljónir fyrir áfengi og mat á Vinnustofu Kjarvals – „Bruðlað með opinbert fé“
EyjanSamkvæmt sundurliðuðum reikningum drukku yfirstjórn og starfsmenn Reykjavíkurborgar áfengi fyrir rúmlega hálfa milljón á kostnað borgarbúa á Vinnustofu Kjarvals við Austurvöll. Auk þess greiddi borgin 650.000 krónur fyrir mat. Bruðl með opinbert fé segja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins. Fréttablaðið hefur sundurliðaða reikning frá Vinnustofu Kjarvals undir höndum og skýrir frá málinu í dag. Fram kemur að greiddar Lesa meira
Starfsfólk borgarinnar hefur keypt veitingar fyrir 800.000 á Vinnustofu Kjarvals
EyjanFrá 1. nóvember 2019 til 31. ágúst 2020 greiddi Reykjavíkurborg 821.088 krónur fyrir veitingar á Vinnustofu Kjarvals. Starfsfólk borgarinnar hefur aðgang að Vinnustofu Kjarvals, sem er vinnu- og samkomurými við Austurvöll, í gegnum samning borgarinnar við eigendur vinnustofunnar. Greiðir borgin 1,6 milljónir á ári fyrir aðganginn. Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, Lesa meira
Telja fatlaða óvelkomna – Borgin sögð leggja (kant)stein í (göngu)götu hreyfihamlaðra
EyjanSamkvæmt nýjum umferðarlögum mega hreyfihamlaðir aka um göngugötur, þó svo ófatlaðir megi það ekki. Reykjavíkurborg vill hinsvegar ekki akstur fatlaðra um göngugötur í miðbænum, segir á vef Öryrkjabandalags Íslands. Þar segir að Reykjavíkurborg vilji ráða því sjálf hvort hreyfihamlaðir fái að aka um göngugötur þar sem bílaumferð er bönnuð. Reykjavíkurborg segir í minnisblaði til umhverfis Lesa meira