fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Myndi velja Palmer frekar en helstu stjörnurnar – ,,Það gerir hann að betri leikmanni“

Victor Pálsson
Mánudaginn 21. október 2024 17:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cole Palmer er mest spennandi leikmaður Englands í dag að sögn goðsagnarinnar Pat Nevin sem lék með Chelsea á sínum tíma.

Palmer er auðvitað leikmaður Chelsea í dag og enska landsliðsins en hann hefur ekki unnið sér inn fast sæti í byrjunarliði Englands.

Nevin fer svo langt og segir að Palmer sé jafnvel betri leikmaður en leikmenn eins og Phil Foden og Jude Bellingham sem eru lykilmenn í landsliðinu.

,,Ef þú hefur fylgst með fótbolta í langan tíma þá geturðu séð þegar leikmaður er með eitthvað einstakt í vopnabúrinu,“ sagði Nevin.

,,Um leið og ég tók eftir Cole Palmer þá sá ég að hann væri að sjá hluti sem aðrir leikmenn gerðu ekki. Um leið og leikmenn eins og Phil Foden og Kevin de Bruyne fá boltann þá horfa þeir fram völlinn og senda boltann á Palmer.“

,,Þú ert ekki að senda þessar sendingar á venjulegan leikmann, þú sendir þessa bolta á leikmenn í sérflokki.“

,,Það er í raun leiðinlegt að England sé með Foden, Jude Bellingham og Jack Grealish sem spila svipaða stöðu. Að mínu mati er Palmer tæknina og sjónina sem gerir hann að betri leikmanni. Ég er efins þegar ég segi þetta því ég elska Foden en Palmer er með allt í vopnabúrinu.“

,,Ef þú ættir að kaupa einhvern einn enskan leikmann þá sé ég ekki hvern þú myndir velja frekar en Cole Palmer.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Jóhann Ingi fær verðugt verkefni Í Evrópu

Jóhann Ingi fær verðugt verkefni Í Evrópu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Græðir þú á leik Íslands?

Græðir þú á leik Íslands?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Formlegt samtal milli Chelsea og Arsenal farið af stað

Formlegt samtal milli Chelsea og Arsenal farið af stað
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Í sögulegu samhengi standast orð Þorsteins ekki skoðun – Leikmenn hafa í gegnum tíðina látið reka þjálfara

Í sögulegu samhengi standast orð Þorsteins ekki skoðun – Leikmenn hafa í gegnum tíðina látið reka þjálfara
433Sport
Í gær

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið
433Sport
Í gær

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum
433Sport
Í gær

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur