fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Pressan

Nýtt blóðpróf gæti greint Parkinsonssjúkdóminn mörgum árum áður en einkenni koma fram

Pressan
Sunnudaginn 7. júlí 2024 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með nýju blóðprófi og gervigreind er hugsanlega hægt að greina hvort fólk muni þróa Parkinsonssjúkdóminn með sér, sjö árum áður en fyrstu einkenni hans gera vart við sig.

Live Science skýrir frá þessu og segir að með því að greina prótín í blóði sé hugsanlega hægt að greina Parkinsonssjúkdóminn miklu fyrr en nú er.

Í prófinu er skoðað hvort prótín safnist öðruvísi saman en hjá þeim sem ekki eru í hættu á að fá sjúkdóminn. Með samspili prófsins og gervigreindar gátu vísindamenn sagt til um hvaða sjúklingar höfðu verið greindir með Parkinsonssjúkdóminn og hverjir ekki. Þeir gátu einnig sagt til um hverjir eru í áhættuhópi og eiga á hættu að þróa sjúkdóminn með sér.

„Við þurfum að greina sjúklinga áður en sjúkdómseinkennin koma fram,“ sagði Kevin Mills, aðalhöfundur rannsóknarinnar og prófessor við University College London í yfirlýsingu. Hann benti á að nú fá flestir meðferð við sjúkdómnum eftir að þeir byrja að sýna sjúkdómseinkenni en það sé of seint. „Við getum ekki látið heilafrumur okkar vaxa aftur og þess vegna verðum við að vernda þær sem við erum með,“ sagði hann einnig.

Parkinsonssjúkdómurinn herjar á rúmlega 8,5 milljónir manna um allan heim og verður um 300.000 manns að bana árlega. Þessar tölur hækka með hverju árinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld