fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Ten Hag mjög ósáttur við dómgæsluna á Englandi: Segir sinn mann fá ósanngjarna meðferð – ,,Þetta er klikkun“

Victor Pálsson
Mánudaginn 19. febrúar 2024 08:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erik ten Hag segir að dómarar á Englandi séu ekki að koma rétt fram við miðjumanninn öfluga Casemiro.

Casemiro á það til að næla sér í gul spjöld í leikjum Manchester United en Ten Hag segir að hann fái ósanngjarna meðferð frá dómaratríóinu.

Brassinn var tekinn af velli í gær er United vann Luton 2-1 með tveimur mörkum frá Rasmus Hojlund.

Casemiro hefur fengið átta gul spjöld í síðustu tíu leikjum sínum og var nálægt því að fá rautt í leik gærdagsins.

,,Jafnvel þegar hann snertir ekki andstæðinginn þá fær hann gult spjald. Þetta gerist jafnvel í byrjun leikja,“ sagði Ten Hag.

,,Þetta er klikkun og svo ósanngjarnt, þetta fyrsta gula spjald var rugl. Hann hefði getað fengið annað gult svo ég tók hann af velli, hann snertir leikmann og fær spjald fyrir það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Helstu lykilmenn Real Madrid teknir af lífi í spænskum miðlum – Telja liðið eiga langt í land

Helstu lykilmenn Real Madrid teknir af lífi í spænskum miðlum – Telja liðið eiga langt í land
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Heilbrigðisyfirvöld kanna ástandið á nýjum heimavelli Barcelona – Staðfest berklasmit

Heilbrigðisyfirvöld kanna ástandið á nýjum heimavelli Barcelona – Staðfest berklasmit
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt