Erling Haaland, leikmaður Manchester City, skammast sín fyrir það að spila tölvuleikinn vinsæla Minecraft.
Minecraft er heimsfrægur tölvuleikur og er einmitt hannaður í Svíþjóð sem er heimaland framherjans.
Á dögunum sagðist Haaland vera á heimleið að spila tölvuleiki en vildi ekki nefna leikina á nafn.
,,Ég ætla nú að fara heim og spila tvöluleiki og tala við vini – ég get ekki sagt hvaða leiki því það er of vandræðalegt,“ sagði Haaland.
Haaland virðist vera kominn yfir það en hann birti mynd á Instagram síðu sinni af sjálfum sér spila leikinn með tveimur vinum.
Myndina má sjá hér.