fbpx
Laugardagur 25.október 2025
433Sport

Mjólkurbikar karla: Valur lenti í brasi með 5. deildarlið – Þróttur henti Fram úr leik

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 19. apríl 2023 21:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur leikjum var að ljúka í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla.

Valur lenti í tómu basli með RB úr 5. deildinni.

Hilmar Starri Hilmarsson kom þeim yfir á 20. mínútu en nokkrum mínútum síðar jafnaði Alexis Alexandrenne fyrir RB.

Þorsteinn Emil Jónsson sá til þess að Valur leiddi 2-1 í hálfleik, en hann skoraði undir lok fyrri hálfleiks.

Það var ekki fyrr en á síðustu mínútum leiksins sem Valur gulltryggði sigurinn. Haukur Páll Sigurðsson skoraði þriðja mark þeirra og Lúkas Logi Heimisson innsiglaði 4-1 sigur.

Þróttur R. vann þá óvæntan útisigur á Fram.

Emil Skúli Einarsson kom gestunum yfir snemma leiks en Orri Sigurjónsson jafnaði skömmu síðar.

Emil var aftur á ferðinni með mark eftir hálftíma leik og skömmu fyrir leikhlé kom Izaro Sanchez Þrótturum í 1-3.

Thiago Fernandes minnkaði muninn um miðjan seinni hálfleik en nær komust Framarar ekki. Lokatölur 2-3 og Þróttur fer í undanúrslit.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Vestri ekki skorað eða fengið stig með Sigurð á flautunni í sumar – KR sótt átta stig í sumar með hann sem dómara

Vestri ekki skorað eða fengið stig með Sigurð á flautunni í sumar – KR sótt átta stig í sumar með hann sem dómara
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Enginn óvissa lengur á Akranesi – Lárus Orri gerir nýjan samning

Enginn óvissa lengur á Akranesi – Lárus Orri gerir nýjan samning
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arsenal tryggir að eitt mesta efni Englands verði áfram – Fjöldi stórliða buðu honum stórar fjárhæðir

Arsenal tryggir að eitt mesta efni Englands verði áfram – Fjöldi stórliða buðu honum stórar fjárhæðir
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Van Dijk boðaði alla leikmenn Liverpool á fund á mánudag – Ræddi alvarlega stöðu og samstöðuna sem þarf

Van Dijk boðaði alla leikmenn Liverpool á fund á mánudag – Ræddi alvarlega stöðu og samstöðuna sem þarf