fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Pressan

Fangar gætu keypt sér styttri fangelsisvist með líffærum sínum

Pressan
Fimmtudaginn 2. febrúar 2023 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fangar í Massachusetts í Bandaríkjunum gætu átti möguleika á því að fá refsingu sína stytta ef þeir gefa líffæri eða beinmerg, verði nýtt frumvarp sem lagt hefur verið fram í ríkinu að lögum.

Frumvarpið fjallar um að koma á fót líffæragjafakerfi innan refsivörslukerfisins en tveir þingmenn, báðir úr flokki demókrata, hafa lagt frumvarpið fram.

Verði það að lögum mun þessi valkostur standa föngum til boða og stytta refsingu þeirra um allt frá 60 dögum upp í heilt ár. Samhliða þessu yrði komið á fót fimm manna nefnd sem myndi sjá um fyrirkomulagið. Nefndin myndi þá taka ákvörðun um hverjir séu gjaldgengir í fyrirkomulagið og hversu mikinn merg eða hversu mörg líffæri þyrfti að gefa til að refsing yrði stytt.

Sem stendur er föngum aðeins heimilt að gerast líffæragjafar fyrir nánustu fjölskyldu. Ekki einu sinni fangar á dauðadeild mega gefa líffæri jafnvel þó þeir séu skráðir líffæragjafar.

Gagnrýnendur á frumvarpið hafa þó bent á að fyrirkomulaginu geti fylgt hætta á að fangar verði beittir þvingunum og eins að óásættanleg heilbrigðisþjónusta í fangelsum geti haft áhrif. Fyrirkomulagið gæti í sjálfu sér verið ákveðin þvingun og fangar væri því í reynd ekki að gefa líffæri eða beinmerg af algjörlega fúsum og frjálsum vilja.

Gagnrýnendur hafa eins bent á að með fyrirkomulaginu sé í reynd verið að líta á fanga sem eins konar líffæra birgja, fremur en manneskjur. Í reynd hljómi hugmyndin eins og eitthvað sem skrifað er um í hryllingssögum eða vísindaskáldskap.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld