fbpx
Föstudagur 12.september 2025
433Sport

Helgi Valur sneri aftur á knattspyrnuvöllinn í kvöld eftir erfið meiðsli

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 17. febrúar 2021 20:24

Helgi Valur Daníelsson, Fréttablaðið/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Valur Daníelsson, spilaði sinn fyrsta knattspyrnuleik í langan tíma er Fylkir spilaði gegn ÍBV í Lengjubikarnum í kvöld.

Helgi Valur hefur verið lengi frá vegna meiðsla en hann fótbrotnaði illa í leik með Fylki gegn Gróttu í Pepsi deildinni árið 2019. Helgi óttaðist á þeim tíma að knattspyrnuferillinn væri búinn.

„Löppin á mér brotnaði bæði fyrir ofan ökkla og rétt fyrir neðan hné. Lýsir sér eiginlega þannig að það fór biti úr leggnum. Þegar ég meiddist, þá vissi ég ekki strax hversu alvarleg meiðslin voru. Ég fann að fóturinn var næstum því alveg brotinn í tvennt og þá fór ég í smá panikk og hugsaði mikið út í það næstu klukkustundirnar að ferill minn í knattspyrnu gæti verið búinn.“ sagði Helgi í viðtali við 433.is í fyrra.

Helgi verður fertugur á árinu en hann ætlar sér byrjunarliðssæti í liði Fylkis á komandi tímabili.

„Við erum með flottan hóp og marga unga og efnilega leikmenn, liðið stóð sig vel í sumar og var í Evrópubaráttu. Stjórn og þjálfarar félagsins telja að
ég geti hjálpað liðinu á næsta tímabili. Ég ætla mér ekkert að vera bara í kringum þetta lið, ég ætla að keppa um sæti í byrjunarliðinu og hjálpa því að ná sínum markmiðum.“ 
sagði Helgi Valur Daníelsson leikmaður Fylkis í viðtali við 433.is í fyrra.

Viðtalið við Helga Val sem tekið var í fyrra, má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hægt að tryggja sér miða núna á eftirsóknarverða leiki Strákanna okkar

Hægt að tryggja sér miða núna á eftirsóknarverða leiki Strákanna okkar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United staðfestir brottförina

United staðfestir brottförina
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Skagamenn á lífi eftir að hafa skellt Íslandsmeisturunum

Skagamenn á lífi eftir að hafa skellt Íslandsmeisturunum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Víðir spyr hversu langt þetta eigi að ganga – „Viljum við það?“

Víðir spyr hversu langt þetta eigi að ganga – „Viljum við það?“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Lögreglan í London á nálum fyrir helginni – Fjöldi fótboltaleikja og tvö stór mótmæli

Lögreglan í London á nálum fyrir helginni – Fjöldi fótboltaleikja og tvö stór mótmæli
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hafnar því að hafa brotið kynferðislega gegn barni

Hafnar því að hafa brotið kynferðislega gegn barni