Danny Rose, leikmaður Newcastle, kennir Jose Mourinho um það að hann hafi farið í janúar.
Mourinho er stjóri Tottenham en Rose var lánaður þaðan til Newcastle á lokadegi félagaskiptagluggans.
,,Mér finnst ég ekki hafa fengið sömu tækifæri og aðrir leikmenn í öftustu línu,“ sagði Rose.
,,Ég vildi fá að spila fyrir hann. Ég vissi það mánuði eftir að hann kom inn að ég væri aldrei að fara að spila.“
,,Það var erfitt að mæta á æfingar vitandi það að ég fengi ekkert að spila.“