Hristo Stoichkov, goðsögn Barcelona, hefur skotið föstum skotum á Louis van Gaal, fyrrum stjóra liðsins.
Van Gaal var stjóri Barcelona frá 1997 til 200o og tók svo aftur við í eitt tímabil 2002 til 2003.
Juan Roman Riquelme lék undir stjórn Van Gaal hjá Barcelona en náði aldrei að standast væntingar.
Stoichkov kennir Van Gaal algjörlega um það en Riquelme var gríðarlega hæfileikaríkur leikmaður.
,,Af hverju náði Riquelme ekki árangri hjá Barcelona? Því rasshausinn Van Gaal var stjóri. Það er ansi augljóst er það ekki?“ sagði Stoichkov.
,,Hann náði ekki árangri vegna hvernig Van Gaal notaði hann. Ég naut þess að horfa á hann fyrsta tímabilið.“
,,Mörkin, sendingarnar og brögðin en þegar einhver kemur inn sem vill búa til eitthvað nýtt úr öðru þá er þetta ómögulegt.“
,,Van Gaal gerði góða hluti sem verður að virða en margir hafa þjást vegna hans.“