fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
433Sport

Þetta eru þeir sem eru sagðir til sölu hjá Everton ásamt Gylfa

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 8. janúar 2020 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska götublaðið Daily Express fjallar um málefni Gylfa Þórs Sigurðssonar í dag og segir mál hans í óvissu hjá Everton.

Blaðið segir að Carlo Ancelotti, nýr stjóri félagsins hafi spjallað við Gylfa og sagt honum að hann verði seldur frá félaginu í janúar.

Stuðningsmenn Everton eru reiðir eftir tap gegn Liverpool í bikarnum í um helgina, þar sem Liverpool mætti með varalið sitt og vann Everton.

Daily Mail fjallar einnig um málið og segir Gylfa til sölu en greinir einnig frá því að aðrir leikmenn hafi fengið sömu skilaboð.

Cenk Tosun, Morgan Schneiderlin, Theo Walcott og Michael Keane landsliðsmaður Englands eru einnig allir sagðir til sölu. Sagt er að Everton vilji safna 140 milljónum punda með því að selja þá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Faðir Oscars ákærður

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Grátbiður mömmu sína að hætta að ræða kynlífið sitt opinberlega

Grátbiður mömmu sína að hætta að ræða kynlífið sitt opinberlega
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Arftaki Mourinho klár

Arftaki Mourinho klár