fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Pressan

„Frá því að vera elskuð yfir í að vera óþolandi á hálfu ári“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 9. september 2019 07:45

Meghan Markle

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Djöfull. Skrímsli. Ómerkingur.“ Það eru þung orð sem falla í garð Meghan Markle, hertogaynju og eiginkonu Harry Bretaprins, í nýrri ástralskri heimildamynd frá 60 Minutes. Þar er rætt við fjölda breskra álitsgjafa um hvernig hertogaynjunni hefur, að þeirra mati, tekist á aðeins hálfu ári að verða óþolandi í stað þess að vera elskuð af almenningi.

„Meghan Markle er mesti hræsnarinn.“ Segir einn álitsgjafinn og vísar þar til þess að hertogaynjan grípi öll tækifæri til að tala um loftslagsmáli en síðan ferðist þau hjónin um heiminn í einkaþotum.

Lizzie Cundy, sjónvarpsstjarna og fyrrum vinkona Meghan, meira en gefur í skyn að Meghan sé aðeins á höttunum eftir auði og áhrifum.

„Mér finnst að sú Meghan, sem ég þekkti, hafi breyst í konu sem er stjórnsöm. Hún vildi eignast frægan kærasta.“

Katie Hopkins, kaupsýslukona, skefur ekki utan af hlutunum og segir Meghan vera „engan“.

Sjónvarpsstöðin hefur birt kynningarmyndband fyrir þáttinn á samfélagsmiðla og ber það heitið „#Megxit! How Meghan Markle lost her sparkle.“

„Frá því að vera elskuð yfir í að vera óþolandi á hálfu ári. Hvað fór úrskeiðis hjá Meghan og hvaða áhrif hefur það á Harry?“ spyrja 60 Minutes í tísti sem hefur verið harðlega gagnrýnt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld