fbpx
Sunnudagur 26.maí 2024
Fréttir

Píratar stærstir og Framsóknarflokkurinn upp fyrir Vinstri græn

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Þriðjudaginn 27. september 2016 11:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Píratar mælast stærsti flokkur landsins og Framsóknarflokkurinn nýtur meira fylgis en Vinstri græn. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR sem mældi fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina. Könnun var framkvæmd dagana 20. til 26. September.

Helstu niðurstöður könnunarinnar eru að Píratar mælast með 21,6% fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn 20,6%. Viðreisn mælist með 12,3% og hækkar um 3,5 prósentustig frá síðustu könnun í ágúst. Er þetta besti árangur flokksins hingað til.

Þá vekur athygli að Framsóknarflokkurinn sem hefur verið mikið til umræðu undanfarið vegna innbyrðisátaka er með 12,2% fylgi og mælist stærri enn bæði Vinstri græn (11,5%) og Samfylking (9,3%). Björt framtíð mælist nú með 4,9% fylgi og er hæsta mæling síðan í maí. Líklega má rekja þá hækkun til þess að þingmenn flokksins greiddu atkvæði gegn nýjum og umdeildum búvörusamningum og hlutu nokkuð lof fyrir.

Stuðningur við ríkisstjórnina er aðeins 31,5 prósent sem er það lægsta síðan í apríl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rúta logaði í Borgartúni

Rúta logaði í Borgartúni
Fréttir
Í gær

Ásu Guðbjörgu og börnum brugðið eftir að lögreglan sneri aftur á heimili þeirra – „Þau bara ná ekki utan um þetta“

Ásu Guðbjörgu og börnum brugðið eftir að lögreglan sneri aftur á heimili þeirra – „Þau bara ná ekki utan um þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vinnumálastofnun mátti ekki neita fólki um atvinnuleysisbætur bara því þau voru eigendur, framkvæmdastjórar, stjórnarmenn eða prókúruhafar fyrirtækja í virkum rekstri

Vinnumálastofnun mátti ekki neita fólki um atvinnuleysisbætur bara því þau voru eigendur, framkvæmdastjórar, stjórnarmenn eða prókúruhafar fyrirtækja í virkum rekstri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sunak sagður hafa svikið loforð sem hann gaf syrgjandi móður

Sunak sagður hafa svikið loforð sem hann gaf syrgjandi móður