Chelsea gæti þurft að takast á við ný meiðslavandræði eftir að einn af lykilmönnum Enzo Maresca hefur þurft að draga sig úr landsliðsverkefni vegna meiðsla í hné.
Liðið fór í landsleikjahléið í góðu skapi eftir dramatískan 2-1 sigur gegn Liverpool um síðustu helgi, en Maresca hafði vonast til að sleppa við frekari meiðsli þar sem hann hefur þegar misst nokkra leikmenn í burtu vegna slíkra vandræða á tímabilinu.
Liam Delap, Tosin Adarabioyo, Wesley Fofana, Andrey Santos og Dario Essugo voru allir fjarverandi fyrir hléið, á meðan Levi Colwill mun líklega missa af stærstum hluta tímabilsins vegna krossbandsslita. Fyrirliðinn Reece James dró sig einnig úr enska landsliðinu í síðustu viku vegna meiðsla.
Nú stendur Chelsea frammi fyrir nýju áfalli eftir að argentínska knattspyrnusambandið staðfesti að Enzo Fernández hafi þurft að draga sig úr landsliðshópnum. Samkvæmt yfirlýsingu sambandsins er ástæðan meiðsli í hægra hné, bólga í liðhimnu. Sem getur tekið frá nokkrum dögum upp í nokkrar vikur að jafna sig af.
Fernández sást í æfingum argentínska landsliðsins fyrr í vikunni með spelku utan um hægra hnéð, en hann lék engu að síður með heimsmeisturunum í vináttuleik gegn Venesúela í Miami á föstudagskvöldið.