fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Fókus

Stóra eftirsjá Al Pacino – Diane Keaton var ástin í lífi hans

Fókus
Mánudaginn 13. október 2025 10:50

Diane Keaton og Al Pacino í The Godfather. Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Al Pacino er sagður sjá eftir því að hafa ekki gifst leikkonunni Diane Keaton. Þau voru í sundur og saman yfir sextán ára tímabil.

Keaton lést á laugardaginn, 79 ára að aldri. Hún lék kærustu Pacino í trílógíunni Guðfaðirinn, The Godfather. Fyrsta kvikmyndin kom út árið 1972 en þau byrjuðu saman árið 1974. Þau hættu saman árið 1990 eftir að Keaton setti honum úrslitakosti og hann neitaði að skuldbinda sig og giftast.

Al Pacino og Diane Keaton árið 1989. Mynd/Getty Images

Heimildarmaður Daily Mail segir Pacino, 85 ára, sjá eftir ákvörðun sinni.

„Ég veit að hann mun alltaf sjá eftir því að hafa ekki gripið tækifærið þegar hann gat. Í mörg ár eftir sambandsslitin sagði hann: „Ef þessu er ætlað að verða þá er aldrei of seint að láta reyna á það.“ En því miður er það orðið of seint núna,“ sagði heimildarmaðurinn.

„Al viðurkennir að Diane var ástin í lífi hans, hann lýsti henni alltaf sem „ótrúlegri konu.““

Sjá einnig: Dauði Diane Keaton kom nánum vinum hennar algerlega í opna skjöldu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Móðurafi minn sem var kennari kenndi mér að lesa þegar ég var fimm ára og eftir það var ég ekki öðrum háð um lestur“

„Móðurafi minn sem var kennari kenndi mér að lesa þegar ég var fimm ára og eftir það var ég ekki öðrum háð um lestur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kim Kardashian fjarlægði myndir af Harry og Meghan

Kim Kardashian fjarlægði myndir af Harry og Meghan
Fókus
Fyrir 5 dögum

Stórleikari óþekkjanlegur á setti – Umdeildur sökum ásakana um framhjáhald, einelti og áreitni

Stórleikari óþekkjanlegur á setti – Umdeildur sökum ásakana um framhjáhald, einelti og áreitni