fbpx
Mánudagur 13.október 2025
433Sport

Gylfi Þór ræðir umdeildan borða á Hlíðarenda – „Ég hef mjög gaman af því núna“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 13. október 2025 10:30

Samsett mynd úr útsendingu Sýnar og af Gylfa eftir að hafa orðið Íslandsmeistari.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson, besti landsliðsmaður í sögu Íslands, varð Íslandsmeistari með Víking fyrir rúmri viku síðan. Hann segir pressuna sem hann setti á sjálfan sig hafa verið þess virði og að síðustu dagar hafi verið ótrúlega skemmtilegir. Gylfi yfirgaf Val í febrúar með nokkrum látum, hann vildi burt og Víkingar voru reiðubúnir að borga metfé fyrir Gylfa. Hann stendur nú uppi sem Íslandsmeistari og gerir upp tímabilið í ítarlegu viðtali við 433.is.

Gylfi sem er 36 ára gamall var að vinna sinn fyrsta titil á ferlinum, ferill sem hefur verið glæstur.

Smelltu hér til að lesa ítarlegt viðtal við Gylfa:

Gylfi fór frá Val í febrúar með látum, Valsarar voru ósáttir með framgöngu Gylfa sem taldi sig eiga einni loforð hjá félaginu um að fara. Ekki voru allir á sama máli en á endanum samþykkti Valur að selja hann fyrir um 20 milljónir króna. Metfé á íslenskum markaði.

Valsarar voru ekki sáttir með Gylfa og þegar hann mætti með Víkingi á Hlíðarenda í apríl voru stuðningsmenn félagsins með borða um að enginn skilaréttur væri í boði, Gylfi hafði þá látið lítið fyrir sér fara í upphafi móts.

„Ég tók eftir þessu,“ sagði Gylfi og brosti nú sem Íslandsmeistari. „Ég hef mjög gaman af því núna.“

Það tók Víking nokkurn tíma að finna rétta hlutverkið fyrir Gylfa, hann var framarlega á miðsvæðinu en það virtist ekki henta. Um mitt sumar var hann færður aftar á miðsvæðið og þá fór hann að blómstra og liðið á sama tíma.

„Við ræddum það ég og Sölvi (Ottesen, þjálfari liðsins), eftir fyrstu leikina. Mér fannst það sjálfum, ég fékk lítið boltann og var lítið í færum. Það var auðvelt að dekka mig, síðan breytum við. Ég færði mig neðar á miðjuna, auðveldara að komast í boltann og það hentaði mér töluvert betur. Undir lokin þá var meira undir, þegar úrslitakeppnin var að byrja og fleiri á vellinum. Þá var þetta mikið meira skemmtilegra, þegar það er meira undir. Mér leið mjög vel í síðustu leikjunum,“
segir Gylfi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Óheppilegt hjá landsliðsmarkverði Íslands – „Hann hefur farið línuvillt“

Óheppilegt hjá landsliðsmarkverði Íslands – „Hann hefur farið línuvillt“
433Sport
Í gær

Tæta Hafnfirðinga í sig – „Hvað vakir fyrir þeim?“

Tæta Hafnfirðinga í sig – „Hvað vakir fyrir þeim?“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Einkunnir eftir afhroð í Laugardalnum – Varnarleikurinn í molum en Albert bestur

Einkunnir eftir afhroð í Laugardalnum – Varnarleikurinn í molum en Albert bestur
433Sport
Fyrir 2 dögum

United horfir einnig til Tyrkjans unga

United horfir einnig til Tyrkjans unga