fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
433Sport

Óli Kristjáns hættir með Þrótt – Verður aðstoðarþjálfari landsliðsins

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 28. september 2025 12:07

Ólafur Kristjánsson er þjálfari Þróttar. DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KSÍ hefur gengið frá ráðningu Ólafs Helga Kristjánssonar í stöðu aðstoðarþjálfara A landsliðs kvenna og verður hans fyrsta verkefni með liðinu komandi umspilsleikir gegn Norður-Írlandi 24. október ytra og 28. október á Laugardalsvelli.

Ólafur, sem er reynslumikill þjálfari og knattspyrnuáhugafólki að góðu kunnur, er núverandi aðalþjálfari Þróttar R. í Bestu deild kvenna og mun hann hætta með lið Þróttar að loknu yfirstandandi keppnistímabili.

Auk stöðu aðstoðarþjálfara A landsliðs kvenna mun Ólafur leiða þróun og stefnumótun hjá yngri landsliðum kvenna og þess utan sinna verkefnum tengdum fræðslumálum hjá KSÍ, meðal annars í tengslum við KSÍ Pro námið.

Ólafur var leikmaður um langt árabil með FH og KR auk þess að leika með danska liðinu AGF í Árósum. Þá lék hann alls 14 A landsleiki fyrir Íslands hönd, ásamt því að leika með U21 og U19 landsliðunum. Á þjálfaraferli sínum hefur Ólafur stýrt karlaliðum Fram, Breiðabliks og FH, og nú síðast kvennaliði Þróttar R., og einnig þjálfað í Danmörku – hjá AGF sem aðstoðarþjálfari og aðalþjálfari hjá Nordsjælland, Randers og Esbjerg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kemur Gyokeres til varnar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Telur að Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool

Telur að Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Segir frá morðhótunum sem honum bárust eftir þessa ákvörðun

Segir frá morðhótunum sem honum bárust eftir þessa ákvörðun
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Guardiola fjarverandi í dag vegna persónulegra vandamála

Guardiola fjarverandi í dag vegna persónulegra vandamála
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Slot staðfestir fund með Mo Salah í dag – Þar kemur í ljós hvernig framhaldið verður

Slot staðfestir fund með Mo Salah í dag – Þar kemur í ljós hvernig framhaldið verður
433Sport
Í gær

Vilja fá vöðvabúntið aftur heim

Vilja fá vöðvabúntið aftur heim
433Sport
Í gær

Vilja kaupa fyrrum miðjumann Arsenal í janúar

Vilja kaupa fyrrum miðjumann Arsenal í janúar