Franski miðjumaðurinn Paul Pogba hefur enn ekki spilað leik fyrir nýja félagið sitt, Monaco, þrátt fyrir að hafa lokið leikbanni sínu í sumar.
Pogba, sem er 32 ára, fékk upphaflega fjögurra ára bann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi vegna efnisins DHEA, sem stuðlar að aukinni framleiðslu hormóna í líkamanum. Bannið var þó stytt í 18 mánuði eftir árangursríka áfrýjun og samdi Pogba við Monaco í júní síðastliðnum.
Þrátt fyrir það hefur heimsmeistarinn frá 2018 ekki enn tekið þátt í leik á tímabilinu, sem er nú orðið nærri þriggja mánaða gamalt.
Thiago Scuro, framkvæmdastjóri Monaco, sagði í júlí að það þyrfti að gera ráð fyrir þriggja mánaða ferli til að koma Pogba í stand.
Adi Hutter, stjóri Monaco, staðfesti nú í vikunni að Pogba sé að nálgast leikform. „Þetta er ferli. Við höfum gefið okkur þrjá mánuði og hann er að færast nær hópnum. Hann er bæði líkamlega og andlega vel stemmdur,“ sagði Hütter.
Talið er að Pogba gæti spilað sinn fyrsta leik eftir landsleikjahléið í október.