Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá París
Það er fátt sem bendir til þess að íslenska karlalandsliðið sæki úrslit gegn því franska hér ytra annað kvöld, þó allt geti auðvitað gerst.
Liðin mætast í 2. umferð undankeppni HM, en Ísland vann frábæran 5-0 sigur á Aserbaísjan í fyrstu umferðinni og leikmenn því fullir sjálstrausts.
Franska liðið er hins vegar ógnarsterkt og hefur nær alla tíð verið. Raunar hefur Ísland aldrei unnið Frakka í 15 tilraunum en við höfum svo sannarlega strítt þeim og þá náð jafntefli fjórum sinnum.
Liðin gerðu 2-2 jafntefli í vináttulandsleik hér í Frakklandi fyrir um sjö árum síðan, árið 2018. Þá unnu Frakkar aðeins 3-2 í æfingaleik árið 2012 og 0-1 á Laugardalsvelli síðast þegar liðin mættust, í undankeppni EM 2020.
Inn á milli eru auðvitað stórir sigrar Frakka en Ísland hefur sannarlega staðið í þeim oft á tíðum. Hér að neðan er saga leikja liðanna:
1957: 8-0
1957: 1-5
1975: 0-0
1975: 3-0
1986: 0-0
1987: 2-0
1990: 1-2
1991: 3-1
1998: 1-1
1999: 3-2
2012: 3-2
2016: 5-2
2018: 2-2
2019: 4-0
2019: 0-1