fbpx
Mánudagur 08.september 2025
433Sport

Sverrir ræðir fjarveru sína á leiktíðinni – „Það er bara undir mér komið“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 8. september 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá París

Sverrir Ingi Ingason, lykilmaður íslenska landsliðsins, hefur ekkert komið við sögu í fyrstu leikjum nýs tímabils með Panathinaikos í Grikklandi. Hann er staðráðinn í að breyta því.

Miðvörðurinn er nú staddur með íslenska liðinu í París, þar sem liðið mætir Frakklandi í ansi krefjandi leik annað kvöld. Um annan leik í undankeppni HM er að ræða. Ísland vann frábæran 5-0 sigur á Aserbaísjan í fyrstu umferð en Frakkar unnu Úkraínu.

video
play-sharp-fill

Sverrir er ánægður að vera kominn til móts við landsliðið og að spila en vill hann auðvitað sjá stöðuna breytast þegar hann snýr aftur til Panathinaikos.

„Ég hef bara ekki verið að spila. Hann hefur bara verið að velja aðra. Svona er fótboltinn, stundum ertu inni og stundum ertu úti, það er bara undir mér komið (að koma mér aftur í liðið),“ segir Sverrir.

„Það er mjög flott fyrir mig að fá þessa leiki núna, koma mér af stað. Svo vonandi get ég farið að spila meira á næstu vikum, það er stefnan. Maður þarf að vera klár þegar kallið kemur.“

Ítarlegt viðtal við Sverri um komandi leik og fleira er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Færir þjóðinni góðar fréttir af meiðslum Alberts

Færir þjóðinni góðar fréttir af meiðslum Alberts
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Faðir ákærður – Fór út með fjölskyldu sinni en er gefið að sök að hafa káfað á konu

Faðir ákærður – Fór út með fjölskyldu sinni en er gefið að sök að hafa káfað á konu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Onana fær launahækkun í Tyrklandi – Bað um slíkt hjá United sem fólki fannst skrýtið

Onana fær launahækkun í Tyrklandi – Bað um slíkt hjá United sem fólki fannst skrýtið
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ísak þurft að þola svívirðingar í einkaskilaboðum í fleiri mánuði

Ísak þurft að þola svívirðingar í einkaskilaboðum í fleiri mánuði
433Sport
Í gær

Allir æfðu í París

Allir æfðu í París
433Sport
Í gær

Slæm staða á Akranesi – „Útlitið er svart“

Slæm staða á Akranesi – „Útlitið er svart“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Íslandi brá fyrir í lygilegri upptalningu – Danglaði skaufanum í andlit sofandi vinar

Íslandi brá fyrir í lygilegri upptalningu – Danglaði skaufanum í andlit sofandi vinar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Allt á suðupunkti eftir niðurlæginguna á Íslandi – „Af hverju ætti ég að hætta?“

Allt á suðupunkti eftir niðurlæginguna á Íslandi – „Af hverju ætti ég að hætta?“
Hide picture