Jafntefli varð niðurstaðan í leik Fram og Stjörnunnar í Bestu deild karla í kvöld.
Markalaust var eftir fyrri hálfleikinn en Róbert Hauksson kom Fram yfir eftir klukkutíma leik.
Útlitið var gott fyrir heimamenn en á 83. mínútu jafnaði Andri Rúnar Bjarnason og þar við sat. Lokatölur 1-1.
Fram er í fjórða sæti deildarinnar og Stjarnan sæti neðar, en bæði lið hafa sitt hvor 25 stigin.