Afturelding tók á móti Vestra í Bestu deild karla í kvöld.
Jeppe Pedersen kom gestunum yfir eftir tæpan stundarfjórðung og var staðan 0-1 allt þar til á 78. mínútu, þegar Benjamin Stokke jafnaði fyrir Mosfellinga af vítapunktinum.
Heimamenn voru líklegri til að taka sigurinn það sem eftir lifði leiks en meira var ekki skorað. Lokatölur 1-1.
Vestri er í sjötta sæti deildarinnar með 23 stig, 3 stigum á undan Aftureldingu sem er í áttunda sæti.