Fyrrum landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir verður áfram hjá Al-Qadsiah í Sádi-Arabíu.
Sara, sem er 34 ára gömul, fór til Sádí í fyrra eftir glæstan feril með liðum eins og Juventus, Lyon og Wolfsburg, og nú er ljóst að hún verður þar áfram.
Al-Qadsiah hafnaði í fjórða sæti af átta liðum í efstu deild Sádi-Arabíu í fyrra. Sara er lykilmaður hjá liðinu.
— سيدات القادسية | AlQadsiah Ladies (@QadsiahWFC) August 6, 2025