Alex Oxlade-Chamberlain, fyrrum leikmaður Arsenal og Liverpool, er sagður á förum frá tyrkneska félaginu Besiktas.
Englendingurinn hefur verið á mála hjá Besiktas í tvö ár en hefur ekki tekist að setja mark sitt á liðið. Hann er samningsbundinn út komandi tímabil en líklegt er að samningnum verði rift.
Hinn 31 árs gamli Oxlade-Chamberlain er sagður til í að snúa aftur til heimalandsins og nýliðar Leeds í ensku úrvalsdeildinni ku hafa áhuga.
Oxlade-Chamberlain er fyrrum landsliðsmaður Englands. Skoraði hann sjö mörk í 35 A-landsleikjum. Þá hefur hann leikið með Southampton, auk Arsenal og Liverpool.