Knattspyrnuundrið Lamine Yamal hefur mikið verið í fréttum í sumar fyrir málefni sem koma íþróttinni ekki við. Snúa þau að miklu leyti um ástarlíf hans, en nú er þessi stjarna Barcelona sögð vera að slá sér upp með Nicki Nicole.
Um argentíska söngkonu er að ræða. Hún er 24 ára gömul og því sex árum eldri en Yamal. Spænsk götublöð segja þau hafa sést kyssast fyrir utan næturklúbb á ströndinni undir lok síðasta mánaðar.
Fyrr í sumar var Yamal orðaður við 29 ára gamla OnlyFans-stjörnu, en spurning er hvort alvara sé í sambandi hans og Nicole.
Koss Yamal og Nicole á að hafa átt sér stað nokkrum dögum eftir afar umdeilt 18 ára afmælisteiti kappans. Er það til rannsóknar þar sem hann er sagður hafa leigt dverga til að koma fram þar.
Yamal var orðinn lykilmaður fyrir Barcelona og spænska landsliðið aðeins 16 ára gamall og því fylgir eðlilega mikil athygli utan vallar.