Það er uppselt á leik Víkings og Bröndby í Sambandsdeildinni annað kvöld.
Liðin mætast í 3. umferð undankeppninnar og fer fyrri leikurinn fram í Fossvoginum. Miðasalan var sett af stað í gær og varð uppselt samdægurs, enda stórlið að mæta í heimsókn.
Breiðablik spilar þá í Evrópudeildinni gegn Zrinjski á morgun, en fyrri leikurinn fer fram í Bosníu.
Kæru Víkingar. Það er uppselt á leikinn gegn Bröndby en fyrir þau ykkar sem fengu ekki miða þá verður leikurinn sýndur Sýn sport. Bara einn svefn í viðbót ❤️🖤 pic.twitter.com/ghCHQmGSPo
— Víkingur (@vikingurfc) August 6, 2025